Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN VIÐHORF DAGSINS VII Frá sjónarmiði templara Eftir ÁRNA ÓLA blaðamann I? Árni óla EGAR ÁÐ- UR en bann- lögin voru sett, hafði bæði þing og þjóð dæmt áfengisverzlun sem óheiðarlegan atvinnuveg og liættulegan fyrir lieilbrigt líf í landinu. Bannlögin sjálf voru nokk- urs konar innsigli eða staðfesting þessarar skoðunar. Svo voru bannlögin afnumin, og þá var þessi skoðun löggjafa og þjóð- ar staðfest enn betur með því, að láta ríkið taka áfengisverzlunina að sér. Engum datt í bug að fá liana »aftur einstökum mönnum i hendur. Þeir, sem böfðu baft áfengissöluleyfi fyrir bannið, en verið sviptir því, þóttust nú eiga að endurheimta þetta leyfi. En kröfur þeirra um það voru að vetlugi virtar. Þeir fóru í mál og töpuðu. Þar með var því slegið föstu í eitt skipti fyrir öll, að það væri þjóð- liættulegt að fá einstökum mönnum áfengisverzlun i hendur. En með því að rikið liefði hana sjálft, gæti það takmarkað innflutning og neyzlu. Jafnhliða þessu voru selt hörð við- urlög við þvi, ef einstakir menn verzl- uðu með áfengi, eða brugguðu. At- yinna bruggarans og lausasalan var dæmd svivirðileg og þjóðhættuleg. Það var knýjandi nauðsyn, sem olli því, að áfengi var aftur lileypt inn í landið. Utan að komandi ábrif voru þar að verki. Því var um að gera að tjónið af því yrði sem minnst. Um það átti ríkið sjálft að sjá. En hver er svo reynslan Ríkið hefir rekið áfengisverzlun- ina sem gróðafyrirtæki. Á þann bátt hefir það rekið viðskipti, sem það taldi óheiðarleg í einstakra manna böndum. Og i skjóli gróðafyrirtækis- ins þróaðist launsala, svo að ekki varð við ráðið. Óbreyttur borgari fær eigi skilið, hvernig ríkið getur, sóma síns vegna, rekið viðskipti, sem eru ósæmileg að almennings og löggjafa áliti, þegar þáu eru i böndum einstakra manna. Hann fær eigi skilið, að blóðpeningar sem bölvun hvílir á, sé hæfileg tekju- lind fyrir ríkissjóð. Hann fær eigi skilið, að nein blessun fylgi því að raka saman fé, sem kostar tár kvenna og barna, lífshamingju ótal fjöl- skyldna, farsæld og atgjörvi ótelj- andi ungra manna. Honum hefir ver- ið kennt: Sér til happs að hrella mann hefnir sin með árum. Flý sem lielið fögnuð þann, sem fæst með annars tárum. Ríkið er ekki annað en samsafn einstaklinga, sem liafa tekið saman

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.