Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN Ungfrú Wayland i Loganum helga eftir W. Somerset Maugham (ásamt Indriða Waage). Hann iiafði í mörg ár haft það fasta hlutverk að passa allar Tótur í seinni iiluta 3. þáttar — líklega af þvi, að þrjár þær fyrstu voru dætur hans. Svo kom þetta eftirminnilega sum- ar, þegar ég lifði dásamlegra ævin- týri en ég hélt, að til væri. Mamma ætlaði að setja leik á svið, og allir léikendurnir voru hörn. Ég vissi, að eldri systur mínar áttu að leika og var ánægð með að vera nú önnur af „litlu telpunum“, því að ég liélt, að öll börnin yrðu að vera stór. Alveg af tilviljun heyrði ég á tal foreldra minna, sem voru að bera saman ráð sín um það, hvort þorandi væri að setja mig í hlutverk kóngsdótturinn- ar. „Þóra er svo lítil; hún getur varla lært það“, heju’ði ég, að þau sögðu. Nú var mér nóg boðið, og ég náði í hlutverkið, lokaði mig inni og fór að hamast við að læra það. Þetta gekk satt að segja furðu vel. Þegar ég þóttist viss um kunnáttuna, fór ég til mömmu, játaði, að ég hefði heyrt á tal hennar og pabba, játaði einnig, að ég hefði náð í blutverkið og bað mömmu að hlýða mér yfir. Liklega hefur mamma orðin hrifin af áhuga mínum, eða nokkuð var það, að hún lofaði, að ég mætti reyna við kóngsdótturina, en það var þá í mínum augum stærsta og vegleg- asta hlutverk, sem til var. Nú fannst mér allt fengið og liugs- aði, að ég gæti undir eins farið að

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.