Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 13
SAMTÍÐlSt Jómfrú Guðrún Árnadóttir í Siðasla vík- ingnum cftir Indriða Einarsson. „brilliera“. En hér varð önnur raun- in á. Ég átti nefnilega eftir að ganga i gegnum allar þær raunir, seni æf- ingar geta verið. Mér er oft meinilla við æfingar. Enn í dag er ég feimin að „sleppa mér“ í hlutverkið og ofl liálf spéhrædd. Þarna var ég um- kringd af augum, sem ætluðu alveg að gleypa mig. „Stóru lcrakkarnir“ voru svo neyðarlega aðhlægin, og ég var langyngst af þeim, sem höfðu hlutverk. Kafrjóð og skjálfandi af feimni þrælaðist ég gegnum hreins- unareldinn, því að ef ég reyndist of lítil og ómöguleg, varð auðvitað að fá aðra. i A einni æfingunnni gugnaði ég og var send skælandi heirn. Eg hlýddi ekki því, sem mér var sagt að gera. Það var, þegar ég átti að nota sam- anvafða svuntuna mína fyrir brúðu. Ég vissi, að hörnin mundu hlæja og treýsti mér ekki út í þá eldraun. Þegar mamma kom heim, að æf- ingu lokinni, kom útgrátinn, iðrandi syndari á móti lienni og baðst fyrir- gefningar. Ég var húin að liða miklar sálarkvalir og skannnaðist mín fyrir óblýðnina. Þótt lítil væri, skildi ég, að mamma gat síður þolað óhlýðni af dætrum sínum en öðrum; j)að skap- aði slæmt fordæmi. Ég fékk fyrirgefningu og leyfi til að balda áfram, og sú, sem vafði steinþegjandi saman svuntunni sinni á næstu æfingu, heit á jaxlinn og þoldi hláturinn, sem, það vakti, — var ég'. Frumsýningardagurinn rann upp. Það var 1S). júní, dagurinn, sem helg- aður var landsspítalasjóðssöfnuninni. Ég bafði fengið hvítan, fallegan kjól og hárspöng, setla glitrandi steinum. En það var eins og ég gæti ekki notið Erla í Öldum eftir Jakob Jónsson.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.