Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 14
10 SAMTlÐlN Tonja í Fléttuðum reipum úr sandi eftir Valentin Katajev. þess, að horfa á þessa skrautlegu stúlku í speglinum; ég' var eitthvað svo undarleg. Skelfingin greip mig. Ég var þó ekki að verða veik? Ef ég yrði nú veik og dytti kannske á gólfið, þegar ég lcæmi inn? Þá mundu öll hörnin í salnum fara að ldæja og alls ekki skilja, að þetta væri ekkert hlátursefni. Hvernig átti að sýna Ieikritið ineð veikri eða kannske engri kóngsdóttur? Ég fékk mér vatn að drekka. En þetta lag- aðist ekki, því að það var eins og háls- inn á mér væri þrengri en hann átti að sér að vera. Þetta var eitthvað alvarlegt, svo að ég settist út í horn á leiksviðinu til að hugsa málið. Var þetta virkilega ég sjálf, eða var þetta allt saman draumur? Ég vafði að mér brúðuna. Hún var þó veruleiki; það fann ég. Það var næðissamara þarna i horn- inu en niðri i búningsherbergjunum. Þar voru allir í óða önn að ldæða sig. Ég var einna fyrst tilbúin. Nú fann ég allt í einu, að ég' var ekld veik eftir allt saman. En livað var þá að mér? Einhver spurði mig, hvort ég væri „nervös“. Ég skildi ekki orð- ið, en treysti mér ekki út í samtal til að fá skýringu, svo að ég svai’aði neitandi. Leikurinn liófst, og' allt gekk vel i fyrsta þætli. I ákafanum við að horfa á, gleymdi ég um stund öllum mínum raunum. Svo kom annar þáttur; þar var ég með. Mamma stóð lxjá mér, og við biðurn, þess, að röðin kærni að mér. Ég var orðin eins og hálfdofin og sljó. Svo heyi-ði ég spilað forspilið að „Bí, bí og blaka“. Ég leit á xnömmu, skelfingu lostin, og hún hrosti til mín uppörvandi og gaf mér tóninn. Viola í Þrettándakvöldi eftir Shakespeare ásamt Geir Borg (Sebastian).

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.