Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 20
1G SAMTlÐlN gáfúkona mikil og skáldmælt i bezla lagi og hefur látið eftir sig margar vísur, sem því miður eru nú orðnar dreifðar og sumar týndar. Hér eru aðeins þrjár til sýnis: Hér er atlt í veröld valt, vafið lygð og kafið styggð, æru hallt og kærleikskalt krónuð tryggð er himnabyggð. Tryggðin syndug táldregur, tryggð óhindruð vandmiðuð, tryggðir bindum traust við guð, tryggð hans myndar alfögnuð. Synd ef mæðir hyggju heið, hennar skæða meinið sveið, Jesú æða hlóð á l)reið, bölið græðir, trúðu um leið. Tveir bræður Þorsteins, Jón og Sveinn, drukknuðu í Húnaflóa á und- an lionum. Húnaflói ýérður oft að syngja líksöngva. Líklega er það þess vegna, sem honum liggur svo liátt rómur. Þegar Þorsteinn frétti lát bræðra sinna, stóð hann hugsi litla stund. Svo mælti hann þetta fram: Hvað kemur til þess, guð minn góður, þú geyinir mig óupprættan enn? Þeir, sem að yngri minnar móður, megir, af lífi fallnir menn, eru farnir á undan mér. Allt verður það til dýrðar þér. _ I Að sumri til hefur varla sézt hér meira brim eða sjógangur en var þann dag, sem Þorsteinn drukknaði, og daginn eftir. Svo mikils þótti við þurfa, þegar þriðji Jjróðirinn frá Hjallalandi í Vatnsdal, var sunginn úr hlaði. Skip Þorsteins rak upp fyr- ir norðan Steingrhnsfjörð, en árina lians rak á land liér út í Stigavík; þangað bar aldan hana. Herdís, dótt- ir Þorsteins, sagði, að hann myndi sjálfur vera í nánd við árina, en ekki reyndist það, og var þó mikið leitað. Ég byrjaði þessa grein á því að segja frá fjöllunum, sem ég lók fyrst eftir, Ennisliöfða og Eyjahyrnu, og æskustöðvum mínum. Frá þvi leidd- ist sögnin til ýmissa atburða, sem skeð liafa hér á milli þungbrýnu fjall- anna minna, en ég bið ekki afsökun- ar á þessu. Þetta eru svo ekki annað en molar, sem ég tíni saman í rökkr- inu. Það þarf ekki að fara illa á þvi, þótt saman fari mannlýsingar og náttúrulýsingar. Stórbrotið fólk og stórfengleg náttúra er í góðu sam- ræmi livað við annað. Ég liefi lýst Ennishofða að mestu leyti og lands- lagi kringum liann, en Eyjahyrnu á ég eftir og geymi hana fyrst um sinn. Niðurl. í næsta liefti. Menn gefa yfirleitt mestan gaum að því, hvernig nágrannar þeirra hegða sér. Ef þeir tala um það, er slíkt kallað kjaftæði og rógburður. Ég vil ekki velja þessu umtali svo ljót nöfn. Ef rétt er á haldið, er hér um vinsamlegt umtal að ræða, orð, sem stjórnast af vingjarnlegum til- finningum. En nágrannakrytur bygg- ist hins vegar venjulega á leiðinleg- um misskilningi. — W. H. Auden. Munið Eikarbúðina Skólavörðustíg 10, Rvík. Sími 1944, Pósthólf 843.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.