Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 22
18 SAMTOIN að það fjall væri dyngjan eða dyrgj- an, sem bæði væri liörð og breið! Þótt þessi orðmynd beri ekki fullan sigur af hólmi við eldra nafnið, bef- ur bún víst ált þátt i merkingarbreyt- ingu þess. Menn fóru þá beggja bil, sögðu, að sól væri yfir Herðubreið, þ. e. Iiertu (==berðu) breiðinni, tröll- konunni, sem bæði væri lierl og In’eið. Þar við sat. Mótstaða gegn leiðréttingu er lítil nyrðra, enda alllangt síðan menn fóru aftur að skilja Iieitið rélt og bafa i fvrir u. En í Reykjavík liefur því verið baldið fastlega að mér, að leið- réttingin væri óþolandi árás á kven- réttindin i landinu. Bærinn Hörðabólstaður, sem Land- náma getur í Hörðadal befur snemma fengið styttra nafn, Hörðaból. Þeirri mynd hélt orðið langan aldur, og bún cr rétt. En um 1700 er henni breytt fvrir nokkru og ritað. Hörðuból í jarðabók Árna og Páls. Þar er Hörða- dalur tólf sinnum nefndur og ætíð rétt nema einu sinni: Hörðndalur. Það er bæjarafnið, sem fyrst hefur breytzt, en dalsnafn og árnafn („Ilörðudals- á“) fyrir áhrif þess. Reglan, að þgf. ræður útliti afbakaðs nafns, veitir vissu um það, að „á HörðubólÞ* eða „á Harðabóli“ (liarða bólinu) er orðmyndin, sem grafið befur sig i meðvitund manna ásamt auðskil- inni, en rangri merkingu sinni. Harðaból með lo. í v. b. í fyrri hluta hefur lotið i lægra haldi að vonum fyrir hinni vitleysunni með sama lo. i st. b., en með upprifjun Harð- arnafns úr Landnámu hefur verið reynt að breyta Harðabóli í Harð- arból, árangurslítið. Þgf. á Hörðubóli leiddi af sér nf. Hörðuból, sem er álíka villa og Hörðubreið eða Herðubreið- Hörðaból (-bólstaður) þýðir bær Hörðanna, en Hörðar gátu lieitið börzkir menn, eins og Hörður land- námsmaður gat vel verið að ætt, en engu síður synir og sonarsynir Harðar þessa, kenndir við nafn hans. Nafnið Hörðaból er rétt, af hvoru sem það er heldur dregið, og er skylt að hafa það nafn. Þegar saman fer forn ritháttur og framburður siðari alda, ætti ekki að leika á tveim tungum um nöfn. Dæmi þess er bæjarnafnið Streiti við Fá- skrúðsfjörð, en vegna villu i bandr. hefur verið leitazt við að gera Stræti úr þvi. Þegar forn, glötuð orð eru varð- veitt í örnefnum, þarf að vaka yfir varðveizlu þeirra. Af lo. ámur (= blakkur, dökkur) mun dregið árheit- ið Ámá í Héðinsfirði við Eyjafjörð, líkt og Svartár heita hér allvíða nm land, og af so. að vaska (= þvo) heit- ir Yaská efst í Öxnadal, og þannig má hundruð dæma telja. AÐ ER örðugt að trúa þvi, að nálægð dauðans auki á matar- lyst fólks, en staðreyndir benda þó til þess, að menn, sem bafa verið dæmdir til dauða, nevti síðustu mál- tíðar sinnar i heimi hér með beztri lyst. Af meira en 300 þúsund föngum, sem setið bafa í fangelsi í Fíladelfiu síðustu 24 árin, er talið, að þeir, sem sendir hafa verið í rafmagnsstólinn, bafi neytt sinnar hinztu máltíðar með langsamlega beztri matarlyst.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.