Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 30
26 SAMTÍÐIN Bókarfregn John Steinbeck: Mýs og menn, skáld- saga. Ólafur Jóh. Sigurðsson ís- lenzkaði. Vikingsútgáfan. Unu- húsi, Garðastræti 15-17. Reykja- vik 1943. FLESTIR útvarpshlustendur ínuuu Miuuast leikritsins Mýs og ntenn, seni flutt var tvisvar í útvarpinu síð- astliðinn vetur. Ilið nýstárlega efni og liinn ágæti flutningur leikendanna vakti eindæina hrifningu þeirra, er hlýddu. Það má því telja efalaust, að margir hafi fagnað því, er bókin Mýs og menn kom út á íslenzku fyr- ir skömmu. Bók þessi er eitt af þeim fáu lisla- verkum, sem þýdd hafa verið á tungu vora á undanförnum, árum. Hún Jtregður upp fyrir oss á listrænan liátt heilstevp'tri, ferskri mynd af mannlegu lífi. Höfundurinn gagnrýn- ir þjóðfélagið, kynflokkahatur þess og misrétti það, sem auðurinn skap- ar. Curley á ekkert á hættu, þótt hann berji menn, af því að hann er sonur óðalseigandans. Þótt tilgangur bókarinnar virðist auðsær, er liún laus við að kveða upp nokkurn dóm. Hinn raunhæfi tilgangur gefur henni einungis þá fylld, sem góð bók þarf að hafa. Bók þessi lýsir lífi tveggja lands- hornamanna, er reika eftir rykugum þjóðvegunum í leit að atvinnu. Þeir rekast heim á búgarðana og vinna þar nokkurn tíma, en halda síðan ferðinni áfram. Hvert er ferðinni lieitið? Þeir vita það eigi gjörla. I lmga sér geyma þeir hillingamynd af fyrirheitna landinu, þar sem þeir Vefnaðarvörur í fjölbreyttu úrvali jafnan fyrirliggjandi. ^eíidu&hJziiimm (oehfy REYKJAVÍK. Lækjargötu 10 B. Sími: 2247.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.