Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 6

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 6
SAMTÍÐIN VIÐHORF DAGSINS IX Frá sjónarmiði gagnfræðaskólakennarans Eftlr KNÚT ARNGRÍMSSON kennara £4$ h Q LÆSILEGUR hópur glað- værra unglinga á aldrinum 13—18 ara. Það er viðhorf kennsludagsins í Gagnfræðaskóla Knútur Arngrimsson Reykvíkinga, þar sem ég hef starf- að síðasta áratuginn. Og ef ég miá nota orðið viðhorf í þessari merk- ingu, þá vil ég hæta því við, að ég uni því vel, hvernig dagurinn horfir við mér þarna. Síðan ég kom að skólanum, hef- ur útskrifazt þaðan eitthvað um hálft þúsund nemenda. Tæpur hehn- ingur þeirra hefur haldið áfram námi í lærdómsdeildum mennta- skólanna, lokið stúdentsprófi og stundað háskólanám hér eða erlend- is. Aðrir hafa farið aðrar leiðir til framhaldsnáms eða hætt námi og gerzt slarfandi þjóðfélagsþegnar á ýmsum sviðum athafnalífsins. Og nú síðustu árin hafa sumir stundað á- framhaldandi menntaskólanám (3. og 4. hekk) í Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga sjálfum. En mér finnst við- kynningin við þetta fólk og samstarf- ið við það í skólanum hafa skapað einhver þau tengsl milli mín og þess, sem haldast, þótt það tvístrist út í buskann, og mér finnst ég alltaf liafa sérstaka ástæðu til að gleðjast, þegar ég heyri um einhverja sigra, sem fyrrverandi nemendur mínir vinna á námsbraut eða i lífsbaráttunni. „Verður þú ekki dauðleiður á þvi að vera alltaf að troða í þessa tossa?" spyr mig einn góðkunningi minn nærri því í hvert sinn, er við hittumst. Ég hef kennt sumum af „krökkum" Iians sjálfs, svo að mér þarf ekki að verða svarafátt, en af því að mér leiðist að þurfa oft að svara sama manni sömu spurningu, þá er ég nú farinn að svara honum tómum skæt- ingi og segi honum, að hann geti sjálf- ur „troðið i sína tossa!" En þegar ég svara honum í alvöru og einlægni, svara ég eitthvað á þá leið, að enda þótt Gagnfræðaskóli Reykvíkinga sýni Menntaskólanum í Reykjavík þann fáheyrða höfðingsskap að lofa honum að velja sér 25—30 prófhæstu nemendurna við hvert inntökuprof og nokkuru færri tveimur árum sið- ar við hvert gagnfræðapróf, þá fari því alls fjarri, að hann (Gagnfræða- skóli Reykvíkinga) sitji uppi með eintóma tossa, heldur er þar árlega margt af ágætu námsfólki. Og jafn- vel þótt slæðingur af svonefndum „tossum" lendi til okkar, er ekki þar með sagt, að það þurfi endilega að vera frágangssök að kenna þeim. Það getur meira að segja verið dá- litið skemmtilegt að taka við nem-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.