Samtíðin - 01.11.1943, Page 6

Samtíðin - 01.11.1943, Page 6
4 SAMTÍÐIN VIÐHORF DAGSINS IX Frá sjónarmiði gagnfræðaskólakennarans Eftlr KNÚT ARNGRÍMSSON kennara QLÆSILEGUR hópur glað- værra unglinga á aldrinum 13—18 ára. Það er viðhorf kennsludagsins í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, þar sem ég hef starf- að síðasta áratuginn. Og ef ég miá nola orðið viðhorf i þessari merk- ingu, þá vil ég bæta því við, að ég uni því vel, hvernig dagurinn horfir við mér þarna. Síðan ég kom að skólanum, hef- ur útskrifazt þaðan eitthvað um hálft þúsund nemenda. Tæpur helm- ingur þeirra hefur haldið áfram námi í lærdómsdeildum mennta- skólanna, lokið stúdentsprófi og stundað háskólanám hér eða erlend- is. Aðrir hafa farið aðrar leiðir til framhaldsnáms eða hætt námi og gerzt starfandi þjóðfélagsþegnar á ýmsum sviðum athafnalífsins. Og nú síðustu árin hafa sumir stundað á- framhaldandi menntaskólanám (3. og 4. bekk) í Gagnfræðaskóla Reyk- víkinga sjálfum. En mér finnst við- kynningin við þella fólk og samstarf- ið við það í skólanum hafa skapað einhver þau tengsl milli mín og þess, sem haldast, þótl það tvístrist út í buskann, og mér finnst ég alltaf hafa sérstaka ástæðu til að gleðjast, þegar ég heyri um einhverja sigra, sem fyrrverandi nemendur mínir vinna á námsbraut eða í lífsharáttunni. „Verður þú ekki dauðleiður á því að vera alltaf að troða í þessa tossa?“ spyr mig einn g'óðkunningi minn nærri því í hvert sinn, er við hittumst. Ég hef kennt sumum af „krökkum“ hans sjálfs, svo að mér þarf ekki að verða svarafátt, en af því að mér leiðist að þurfa oft að svara sama manni sömu spurningu, þá er ég nú farinn að svara honum tómum skæt- ingi og segi honum, að hann geti sjálf- ur „troðið i sína tossa!“ En þegar ég svara honum í alvöru og einlægni, svara ég eitthvað á þá leið, að enda þótt Gagnfræðaskóli Reykvíkinga sýni Menntaskólanum í Reykjavik þann fáheyrða liöfðingsskap að lofa honum að velja sér 25—30 prófliæstu nemendurna við livert inntökupróf og nokkuru færri tveimur árum síð- ar við hvert gagnfræðapróf, þá fari því alls fjarri, að hann (Gagnfræða- skóli Reykvíkinga) sitji uppi með eintóma tossa, heldur er þar árlega margt af ágætu námsfólki. Og jafn- vel þótt slæðingur af svonefndum „tossum“ lendi til okkar, er ekki þar með sagt, að það þurfi endilega að vera frágangssök að kenna þeim. Það getur meira að segja verið dá- htið skemmtilegt að taka við nem- Knútur Arngrimsson

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.