Samtíðin - 01.11.1943, Síða 7

Samtíðin - 01.11.1943, Síða 7
SAMTÖDIN 5 anda, sem er illa að sér, og skila hon- um þannig, að hann megi kallast vel að sér. Og meðan kennari trúir því, að slík ævintýri geti gerzt, þarf honum ekki að þykja leiðinlegt að „troða í tossa“. Annars eru þessi orð —- „að troða í tossa“ — sem ýmsir nota um starf kennarans réttur spegill þess álits, sem sumir liafa á því starfi og þeirra röngu hugmynda, er þeir gera sér um það, — og það jafnvel menn, sem sjálfir fást við kennslu. „ítroðningur“ er ekki kennsla. Kennsla er verkstjórn, og árangur hennar fer eftir því, livernig það tekst að láta nemendurna vinna sjálfa. Iveppikefli kennarans verður að vera það, að fá alla nemendurna til að vinna, og vinna af „hjartans lyst“. Og nemendur, sem enginn mannleg- ur máttur getur fengið til að vinna, hafa ekkert í skóla að gera, en slíkir eru fáir, sem betur fer. Ég hef stundum orðið var við vissa oftrú á mátt „ítroðningsins“, sem lýs- ir sér í því, að unglingur, sem geng- ur í skóla, er látinn hafa kennslu í einkatímum, til þess að hann geti fylgzt með í skólanum, og síðan er honum fenginn heimiliskennari eða meðlestrarmaður til þess að búa liann undir einkatímana. Ég veit ekki, live- nær slíkum unglingi er ætlaður tími til að vinna sjálfur einn og óstuddur. Mér er nær að halda, að enda þótt slík hjálp, sé henni beitt í hófi og helzt þannig, að skólakennarinn og „hjálparandarnir“, hafi með sér nána samvinnu —, geti stundum komið að haldi, þá sé henni samfara álika liætta fvrir nemandann og það er fyrir sundnema að svnda enda- laust „með kút“. Mér virðist kennsla vera þess liátt- ar starf, að því lengur sem maður stundar hana, þvi ljósara verði nianni, hve vandasöm hún er, og erf- iðast af öllu hlýtur það að vera að kenna öðrum að kenna. Hins veg- ar sé það fjarri mér, að vilja gera lítið úr gildi góðra fyrirmynda á þessu sviði, en yfir öllum tilraunum til að stæla vinnubrögð afhurða kennara, vofir sú hætta að verða skopstæling. Mér verður oft hugsað lil ýmissa frábærra kennara, sem ég mat mikils sem nemandi og ég finn mig einnig standa í þakklætis- skuld við sem kennari. Nefni ég þá helzt Stefán skólameistara, Jón Ófeigsson yfirkennara, Magnús Jóns- son guðfræðiprófessor og Erich von Drjrgalsky landfræðiprófessor í Múnchen. En að reyna að stæla þá, það kæmi mér aldrei lil hugar. Kennsla er eitthvað persónulegt. Hún er að því leyti skyld listastarf- semi. Einhver meðfæddur, hárfinn næmleiki, sem gerir það kleift að lesa að einhverju leyti huga nem- andans, gerir oft muninn á afburða- kennaranum og meðalkennaranum. Og algengt er það, að kennsla sama kennara nýtist sumuin nemendum vel en öðrum miður. Ég held, að Árni prófessor Pálsson hafi sem oftar lútt naglann á höfuðið, þegar ég álti tal við hann um kennslu fvrir nokkur- um árum og hann sagði: „Þar verð- ur hver að syngja með sinu nefi.“ Menn spyrja mig stundum, hvort ])að sé ekki „sáldrepandi" að stagla sama námsefnið ár eftir ár og ára-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.