Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 8
SAMTlÐIN tug eftir áratug. Ég geri fastlega ráð fyrir því, að svo sé, ef — maður hef- ur ekki eitthvað það iuui í sér, sem gefur námsefuiuu nýtt lif með hverj- um nýjum andlitum, sein fyha skóla- stofuna, og ef maður liefur það ekki inni í sér að verða lilýtt til þessara andlita og geta að einhverju leyti endurnýjazt sjálfur við þá glampa skilnings og þekkingai-gleði, sem leika að minnsta kosti um einhver þeirra í hverri kennsluslund. OKKAR UNGU höfuðhorg vanhag- ar um margt, sem að menningu lýtur. Hér hefur ekki verið hægt að gera allt í einu. Menn kvarta um skort kirkna, ráðhúss og nú nýskeð æskulýðshallar. En verður ekki eitt- hvað af þessu að híða, þangað til hætt hefur verið úr húsnæðisvand- ræðum skólanna i horginni? Ég er alltaf dálítið hissa á þvi, að horgarar þessa bæjar, sem gleðilega margir hafa átt þvi heimsláni að fagna að geta reist sér vönduð íbúð- arhús, þar sem börn þeirra eiga vistleg heimili, geta prýtt umhverfi heimilanna með laufprúðum skrúð- görðum, geta reist sér sumarbústaði í fögru umhverfi fjarri borginni, og eiga einkabifreiðar til þess að aka börnum sínum til hressingar og skemmtunar um laudið í tómstund- um, — skuli hafa unað því til lang- frama, að þessi sömu börn annað- hvort koinist ekki til mennla vegna þrengsla í skólunum eða verði að hýrast við námið í óvistlegum, af- lóga kumböldum, þar sem hita- og loftræstingu er mjög áfátt köldustu mánuði ársins. Ég get ekki annað en dázt að því, hve margir þessara unglinga rækja skóla sinn af alúð og þykir vænt um hann þrátt fyrir þennan ófullkomna aðbúnað, og hversu miklu betur myndi þá skólastarfið nýtast, ef skólarnir ættu rúmgóð og vegleg húsakynni, sem verið gætu nem- endum sem annað heimili. Þá tala ýmsir um, að endurskoða þurfi skólakerfi landsins og „sam- ræma" það. Mér skilst, að með orð- inu að „samræma", sé átt við það, að komið sé á einhverju því sam- ræmi milli sem flestra framhalds- skólanna, að upp úr þeim sé sem greiðust leið inn í lærdómsdeildir menntaskólanna. Þetta er vitanlega mjög æskilegt. Það ætti að vera öll- um kærkomið, að sem flestir efnis- menn, sem þess óska, eigi kost á því að komast til hærri mennta. En niikið veltur á því, hvernig sú sam- ræming verður framkvæmd. Ég held, að einhverjir hugsi sér þetta framkvæmt á þann hátt, að annað- hvört verði nemendum allra við- komandi skóla ætlað að ganga undir sama próf, eða þá að menntaskólun- um verði falið að prófa nemendur hinna skólanna, sem hlut eiga að nráli. Ég yildi óska, að fræðslumála- stjórn fyndi einhverjar aðrar leiðir í þessu efni. Og ég þykist geta vitnað í reynsluna, þegar ég læt þá ósk i ljós. Gagnfræðaskóli Reykvikinga hefur nú síðuslu 5 árin orðið að lúta gagnfræðaprófi Méntaskólans í Reykjavík, og enda þótt ýmsir menntaskólakennarar og stjórnskip- aðir prófdómcndur hafi sýnt lofs- verða lipurð og sanngirni i fram-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.