Samtíðin - 01.11.1943, Qupperneq 9

Samtíðin - 01.11.1943, Qupperneq 9
SAMTlÐIN 7 kvæmd þess fyrirkomulags, get ég ekki annað sagt en að þetta samband milli skólanna hafi reynzt illa og standi Gagnfræðaskóla Reykvikinga beinlínis fyrir þrifum. Mér finnst því, að það væri að bjóða reynslunni byrginn, ef farið yrði að lmeppa aðra skóla landsins i slíka bónda- bevgju. Ú ER YERIÐ að endurskoða launamál opinberra starfsmanna almennt, og getur það ekki verið ó- viðkomandi þessu viðhorfi dagsius, Iivaða afkomuskilvrði kennurum við framhaldsskóla verða ætluð fram- vegis. Það befur nefnilega verið dá- lítið broslegt núna undanfarin sum- ur, að skólapiltar á 15. og 16. ári liafa haft drjúgum liærri mánaðartekjur um sumarmánuðina við einhverja erfiðisvinnu lieldur en kennarar þeirra, margir liverjir rosknir fjöl- skvldumenn, bafa við sín störf bvern mánuð 'ársins að meðallali! Það befur glatt mig að sjá piltana bafa góða atvinnu í sumarlevfinu og er óskandi, að það baldist sem lengst. En er ekki eittbvað meira en lítið bogið við það; að störf eins og kennsla við framhaldsskóla og æðri slcóla, — störf, sem litheimta langt og kostn- aðarsamt undirbúningsnám og eru þar að auki þess eðlis, að vissa sér- liæfileika þarf til þess að geta leyst þau vel af bendi — skuli nokkurn líma og nokkurs staðar vera verr launuð en abnenn erfiðisvinna, sem að margra áliti er þá ekki heldur of- borguð ? G RIÐ SVO þá, sem þessar linur lesa að taka þær ekki fyrir annað en það, sem þær eru, ekki sem neina túlkun almenns stéttarsjónar- miðs, eins og fyrirsögnin gæti fljótt á litið gefið tilefni til að ætla, lieldur eingöngu góðlátlegar skeggræður minar, þar sem ég liefi gert ófull- komna tilraun til að verða við áskor- un ritstjóra Samtíðarinnar um að segja eitthvað frá „viðborfi dagsins“ eins og það horfir við mér persónu- lega í mínum verkabring. Og að endingu þetta, sem allir vita, en aldrei virðist þó of oft sagt: Unga kynslóðin í bænum er Reykjavik framtíðarinnar, og allt, sem gert er til að hlynna að mennt- un bennar, — kennsla, skólar, skóla- liús o. s. frv. miðar að því, að gera viðhorf dagsins á morgun sem bjart- ast í þessum bæ. Fliigmaður einn gerði ótal hunda- kúnstir i loftinu. Loks hrópaði einn af farþegunum: — Þér virðist ekki hafa neina hugmgnd um, að ég hef aldrei flog- ið áður. — Hvað um það, svaraði flug- maðurinn, — aldrei lxef ég heldur flogið fyrr. Frúin: — Eruð þér búin að fægja látúnsmunina? Stúlkan: — Jái, allt nema hring- ina yðar og eyrnalokkana. Snikkarana gæðin grunar, þeir geta varla trúað mér, en það lætur sig ekki um líminguna, láttu hana bara halda sér.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.