Samtíðin - 01.11.1943, Side 10

Samtíðin - 01.11.1943, Side 10
8 SAMTÍÐIN MERKIR SAMTÍÐARMENN Bogi ólafsson Bogi ólafsson yfirkennari er fæddur í Sumarliðabæ í Holtum 15. okt. 1879. Foreldrar: ólafur Þórðarson, bóndi þar, og kona lians, Guðlaug Þórðardóttir, bónda í Sumarliðabæ Jónssonar. — Bogi hóf liltölulega seint skólanám, en lauk því hins vegar á skömmum tíma og varð stúdent árið 1908. Áður hafði hann stund- að nám á Möðruvöllum (1900-1902). Byrjaði liaustið 1908 að lesa ensku, þýzku og sagnfræði við Khafnarháskóla, en hvarf frá því námi árið 1913 sakir augnveiki. Kenndi þá einn vetur i Vestmannaeyjum, en fór árið 1914 til Englands til háskólanáms. Vegna heimsstyrjaldarinnar fyrri varð Bogi brátt að hverfa heim, og hóf hann þá kennslu við Menntaskólann í Reykja- vík, fyrst sem stundakennari, settur adjunkt 1918, en skipaður 1929. Hann hefur einnig kennt við Verzlunarskóla íslands og Kvennaskólann i Rvík. Bogi er talinn einna mest virtur og vin- sælastur núlifandi kennara hér á landi. Veldur þvi fyrst og fremst Iraust þekking hans, en eigi síður þrautreynd góðvild hans í garð nemenda, einkum ef nokkuð reynir á, svo sem í prófum. Eru þeir nú orðnir margir stúdentar, sem minn- ast Boga með hlýjum hug, enda Dino Grandi Dino Grandi er sá ítali, sem einna mest er talað um, þeg- ar þetta er rit- sð, vegna þess, ið talið er, að hann hafi átt mikinn þátt í )ví, að Musso- lini var rekinn frá völdum. Er Grandi einn af kunnustu stjórn- málamönnum ítala. Hann er fæddur árið 1895. Var hann upphaflega málaflutningsmað- ur, en gerðist einn af fyrstu fylgismönnum fascista-hreyf- ingarinnar. Árið 1921 komst Grandi á þing og varð vara- forseti þingdeildar sinnar. Tók hann þátt í hinni margnefndu Chiang-Kai-Shek sigurför fascista til Rómaborg-. ar. Varð seinna innanríkisráð- herra og sendiherra ítala á ýmsum mikilsverð- um stöðum, m. a. í London frá 1932. Bar þar mikið á honum í striðsbyrjun 1939. Síðar varð hann forseti stórráðs fascista. Nú kvað hann vera seztur að á búgarði, er hann á i Portúgal. Chiang-Kai-Shek, hinn frægi leiðtogi Ivinverja, er nú 50 ára gamall. Hann er vitur maður, hugrakkur og geysilega þrautseigur. Með óbil- andi hugrekki hefur hann leitt þjóð sína gegn- um margar hættur og miklar þrengingar, en nú má vera, að nokkuð taki að rofa til austur þar frá sjónarmiði Kínverja. Áður hefur birzt ítarleg grein um Chiang-Kai-Shek hér í ritinu og vísast þvi til hennar. er hann mikill mannkostamað- ur. Bogi er fróðleiksmaður mikill, bókfróður svo að af ber og ágætlega ritfær, svo sem þýðingar hans bera vott um. Hann er síðan 1942 forseti Þjóð- vinafélagsins. — Bogi kvæntist 1919 Gunnhildi Jónsdóttur frá Lambhúsum á Akranesi. Rita Hayworth Ijómar nú hvað __ skærast allra kven-stjarna á y Yca*k og er ekki in ' < -1 M við sig, er karl- Rita Hayworth Henry Ford, bílahöldurinn heimsfrægi vestur í Detroit í Banda- ríkjunum, átti nýlega áttræðisafmæli. Hann er stórmerkur braut- ryðjandi á sinu sviði og einn af þessum ævintýralega duglegu framkvæmdamönnum, sem ekki einungis slá öll met, heldur eru sí og æ að koma heiminum á óvart langt fram eftir ævi. Ford er svo lýst, að hann fari i öllu sínar eigin götur. Sonur hans, Edsel Ford, sem tekinn var við stjórn á flestum fyrir- tækjum föður síns, er nýlátinn, aðeins liðlega fimmtugur. Ford

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.