Samtíðin - 01.11.1943, Side 12

Samtíðin - 01.11.1943, Side 12
10 SAMTÍÐIN þetta getur nú samt hafa verið sak- laust svall, bætti hún við. JpAÐ VAR um það bil viku seinna, að við sáum hann aftur. Þarna stóð hann, nákvæmlega á sama stað og áður, þar sem áin streymdi yfir stórgrýtið. Þetta var sannarlega fall- egur drengur. Börnin okkar liöfðu gengið út með á og liaft með sér nesti, svo að allt var kyrrt og liljótt heima fyrir. Stóri hundurinn, — sem mér virtist vera af svo kölluðu Dalmatíukyni — stóð við hlið hans. Það var tekið að rökkva, og við vor- um að hugsa um að fara að hypja okkur inn til þess að forðast mýflug- urnar, en við dokuðum við. Eftir drykklanga stund kallaði ég •—- Komdu sæll! Og mjög veik, en ynd- isleg barnshárödd svaraði: — Komdu nú sæll! Ég sagði: — Hvað segir þú til ? o. s. frv. —- Allt það bezta, þakka þér fyrir, sagði hann. Svo laut hanu niður að stóra hund- inum og strauk honum um liálsinn. Ég sagði, að við mundum liafa gam- an af því, að liann heimsækti okkur. — Hver veit, nema ég geri það, svaraði hann með þessari yndislegu, fjarrænu rödd. Þá snéri ég mér að konu minni til þess að segja eitthvað við hana, og hún leit til mín. Aðeins eitt andartak, en í sömu svipan var hann horfinn. f nokkra daga var ákafur hiti og þurrkur, svo að það fjaraði i ánni, og steinarnir koniu upp úr vatninu og þornuðu. Þá var það, að við sáum lilla drenginn aftur. Við höfðum verið farin að þrátta um hann. Ivon- an mín sagði: — Ég vildi, að við gæt- um gengið úr skugga um, hvernig á þessu stendur. Ég vissi fullvel, við livað hún átti, en vildi fyrir engan mun fara að ala á hjátrú hennar. — Ekki heldurðu þó, að við sjáum ofsjónir, hæði tvö? sagði ég við hana. Og þá sagði hún: — Jæja . . . . i sér- stökum tón, sem ég skildi vel. En núna sáum við hann. Ég ó við það, að við sáum hann hlátt áfram birtast. Hann ýtti laufinu frá sér, og þarna stóð hann ásamt hundinum sínum. — Sæll, sagði ég, — ætlarðu ekki að koma til okkar yfir ána? Konan mín kallaði: — Hann er að koma! Hún sagði þetta, eins og hún hefði liingað til ekki trúað því, að liann væri til. Litlu, beru, brúnu fæturnir lians stikluðu léttilega og hljóðlaust stein af steini, og stóri hundurinn elti liann einnig hljóðlaust. Þeir kornu alla leið að tröppunum upp að anddyrinu hjá okkur og námu þar staðar. Hann var að því, er mér virtist, ljómandi fall- egt barn. Konan mín liafði eitthvað orð á því, að sér virtist hann vera eins og lítill engill. — Áttu engan leikfélaga nema hundinn þann arna? spurði ég. Ilann hristi höfuðið. — Ekki núna, ekki framar, sagði hann, eða það lieyrðist mér liann segja. Kon- an mín stendur á því fastara en fót- unum, að hann liafi svarað einhverju öðru, en hún fæst ekki til að segja, hvað það hafi verið. Ég spurði, hvernig fólkinu hans liði, svona til þess að fá liann til að segja eitthvað.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.