Samtíðin - 01.11.1943, Síða 13

Samtíðin - 01.11.1943, Síða 13
SAMTtÐIN 11 — Því líður nú ekki vel“, sagði hann. Konan mín fullyrðir, að hann liafi sagt „öllu vel“, og ég skal kann- ast við, að það þótti mér nú senni- legra. En hitt reyndist hó réttara. Ég var of hirðulaus til þess, að mér hugkvæmdist að inna hann frekara eftir þessu. Nú labbaði hann af stað frá okkur. Ég hað hann að staldra við stundarkorn og sagði, að hörnin mundu bráðum, koma með rjóma- is. — Nú verð ég að fara, sagði liann. — Ég má ekki vera hér lengur. Ver- ið þið sæl. Andartak horfði hann á okkur með miklum alvörusvip. Ég ætlaði að fara að malda eitthvað í móinn, en þá liafði hann trítlað hljóðlega niður tröppurnar og stildað á þurrum steinunum yfir ána. Ég er ekki viss um, að ég liafi séð hundinn fara. En örstuttu seinna heyrðum við harnsgrát og lágt gelt í liundi innan úr skóginum. Á laugardögum var unglingspilt- ur vanur að koma við hjá okkur. Hann var á lijóli og hafði meðferðis körfu með sætabrauði í. Við vorum vön að kaupa af honum eina tylft af kökum handa börnunum. Það vildi svo til, að ég var að dytta að eldhús- dyrunum, þegar hann bar að garði í þetta skipti, og ég hafði orð á því, að ég byggist við, að hann mundi selja fólkinu í stóra húsinu út með veginum nokkrar kökur. Hann hristi höfuðið og sagði, að nú væru þar engin börn framar. Við hjónin litum bæði á liann. -—- Þar var einu sinni drengur. Hann var vanur að koma á móti mér út að liliðinu og gefa mér aura. Það var alltaf stór hundur með honum, en þeir dóu báðir af slysförum. Við störðum á hann — gersamlega orðlaus. — Fólkið var að koma heim seint um kvöldið, hélt liann áfram, — og ég býst við, að það hafi verið undir áhrifum vins. Bílnum livolfdi, og það var allt flutt á spítala í sjúkrabifreið. Drengurinn og hundurinn biðu bana. Það er um það hil eill ár, síðan þetta slys vildi til. Vinnumaður lijónanna segist lialda, að þau drekki til þess að reyna að gleyma þessu. Jæja, ekki dugar mér nú þetta, ég verð að halda áfram. En það er ekkert barn hjá þeim núna ... . “ Fjörefni MAÐUR sá, er fyrstur manna fann fjörefnin, sem mikið er rætt og ritað um i heiminum, lét s. 1. vor af kennarastarfi sínu við Camhridge- liáskóla, 82 ára að aldri. Hann er enn við beztu heilsu og hefur megn- að að leysa öll störf sín af hendi til þessa dags, sem ungur væri. Ástæð- an fyrir því er þessi, að sjálfs lians sögn: Hann hefur að staðaldri neytt fjörefna. Þeir, sem nota sájpima. einu sinni, nota hana aftur. =- Hjálpið oss til þess að útvega Sam- tíðinni marga nýja kaupendur.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.