Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 14
 12 Björn Sigfússon: SAMTlÐIN TUNGAN 5. Nokkur kvennanöfn—trjáheiti ÞíGAR VIÐ lituinst um meðal kvenná, sem kunnar eru af fornsögum, hlýtur fegurð nafna þeirra að vekja eftirtekt. Það er við- urkennt menningarmark á þjóðfélagi forfeðra okkar, hve mikils þeir mátu konur og virtu rétt þeirra þrátt fyrir það, hve frábitnir þeir voru flestir allri óþarfri tilfinningasemi í ásta- málum. Þjóð, sem gefur dætrum sínum nöfn eins og þau, sem ég minn- ist mest úr sögunum, er á þroska- leið. Úr Rangárþingi minnumst við t. d. Ásgerðar landnámskonu, Rergþóru á Rergþórshvoli, Rannveigar á Hlíðar- enda, Unnar dóttur Marðar gígju, en úr Árnessþingi má nefna Signýju dóttur Grimkels goða í Rláskógum, Jóru biskupsdóttur, Þórur tvær frá Þingvöllum. Úr héraði Skalla-Gríms komu skörungar eins og Þorgerður Egils- dóttir, — en hennar dóttir var Þor- björg digra, sem Grettir kvað bezt um, — og þó ber þar hæst i minn- ingum Helgu fögru Þorsteinsdóttur og Oddnýju eykyndil. Vesturland á annars langflest frægra kvenna allt frá Auði djúpúðgu til Ólafar riku á Skarði, og skal sleppt að þylja nöfn, þótt fleira yrði þar hinna fögru en binna litlausu, ósjálegu eða Ijótu. Hið söguríka Húnaþing á Stein- gerði og Hrefnu Ásgeirsdóttur, Ás- dísi á Rjargi, Kolfinnu, Valgerði Ótt- arsdótlur, Hildi Eyvindardóttur sörkv- is, Þórdisi spákonu, og komast þar önnur liéruð nyrðra í engan saman- burð, þótt einkennileg nöfn eins og Fjörleif Eyvindardóttir séu til. Aust- an lands eru sérkennilegust sögu- nöfnin Arnbeiður og Droplaug. Nú getur hver, sem vill, fundið i sögunum jafnmörg önnur fögur kvennanöfn og þau, sem ég greip af bandahófi til marks um forna nafna- smekkinn. Mörg þessara nafna eru fátíð á okkar dögum: Steingerður, Drop- laug, Jóra, Kolfinna, Ilrefna. Fjörleif mun engin vera uppi. Þorgerðum fækkar, Unnar nafn og Auðar beygja menn slundum rangt sér til skamm- ar, og það hamlar tíðkun þeirra. Þegar um er að velja þessa tegund nafna eða erlend kvikmyndanöfn, sem vekja andúð þorra landsmanna, og andúðin getur lent á börnum, sem eru saklaus um glópsku foreldranna, sem gáfu þeim nöfnin, — hver efast þá um, að það er skylda við börnin að gefa þeim innlend ágætisnöfn? LANDIÐ er ekki skógsælt, en var það. Nútíðarmál er fábreytt að trjáheitum og orðalagi, sem við skógargróður er tengt, en fornmálið auðugt á því sviði, éinkum mál skáld- anna. Þegar eftir lancinámsöid fóru þó íslendingar að blanda saman merkingum og kalla t. d. askinn Yggdrasil þoll, en askur er alþekkt lauftré, þollur barrtré (Völuspá

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.