Samtíðin - 01.11.1943, Side 14

Samtíðin - 01.11.1943, Side 14
12 SAMTlÐIN Björn Sigfússon: | TUNGAN 5. j Nokkur kvennanöfn—trjáheiti Í.GAR VIÐ litumst um meðal kvenna, sem lcunnar eru af fornsögum, hlýtur fegurð nafna þeirra að vekja eftirtekt. Það er við- urkennt menningarmark á þjóðfélagi forfeðra okkar, live mikils þeir mátu konur og virtu rétt þeirra þrátt fyrir það, hve frábitnir þeir voru flestir allri óþarfri tilfinningasemi i ásta- málum. Þjóð, sem gefur dætrum sínum nöfn eins og þau, sem ég minn- ist mest úr sögunum, er á þroska- leið. tJr Rangárþingi minnumst við t. d. Ásgerðar landnámskonu, Rergþóru á Rergþórshvoli, Rannveigar á Hlíðar- enda, Unnar dóttur Marðar gígju, en úr Árnessþingi má nefna Signýju dóttur Grimkels goða í Rláskógum, Jóru biskupsdóttur, Þórur tvær frá Þingvöllum. Úr héraði Skalla-Gríms komu skörungar eins og Þorgerður Egils- dóttir, -— en hennar dóttir var Þor- björg digra, sem Grettir kvað bezt um, — og þó ber þar bæst í minn- ingum Ilelgu fögru Þorsteinsdóttur og' Oddnýju eykyndil. Veslurland á annars langflest frægra kvenna allt frá Auði djúpúðgu lil Ólafar ríku á Skarði, og skal sleppl að þylja nöfn, þólt fleira yrði þar hinna fögru en hinna litlausu, ósjélegu eða Ijótu. Iíið söguríka Húnaþing á Stein- gerði og Ilrefnu Ásgeirsdóttur, Ás- disi á Bjargi, Kolfinnu, Valgerði Ótt- arsdóttur, Ilildi Evvindardóltur sörkv- is, Þórdisi spákonu, og komast þar önnur liéruð nyrðra í engan saman- burð, þótt einkennileg nöfn eins og Fjörleif Eyvindardóttir séu til. Aust- an lands eru sérkennilegust sögu- nöfnin Arnheiður og Droplaug. Nú getur hver, sem vill, fundið i sögunum jafnmörg önnur fögur kvennanöfn og þau, sem ég greip af handahófi til márks um forna nafna- smekkinn. Mörg þessara nafna eru fálíð á okkar dögum: Steingerður, Drop- laug, Jóra, Kolfinna, Ilrefna. Fjörleif mun engin vera uppi. Þorgerðum fækkar, Unnar nafn og Auðar bevgja menn stundum rangt sér til skamm- ar, og það liamlar tíðkun þeirra. Þegar um er að velja þessa tegund nafna eða erlend kvikmyndanöfn, sem vekja andúð þorra landsmanna, og andúðin getur lent á börnum, sem eru saklaus um glópsku foreldranna, sem gáfu þeim nöfnin, — hver efast þá um, að það er skylda við börnin að gefa þeim innlend ágætisnöfn? LANDIÐ er ekki skógsælt, en var það. Nútíðarmál er fábreytt að trjáheitum og orðalagi, sem við skógargróður er tengt, en fornmálið auðugt á því sviði, einkum mál skáld- anna. Þegar eftir landnámsöld fóru ])ó íslendingar að blanda sainan merkingum og kalla t. d. askinn Yggdrasil þoll, en askur er alþekkt lauftré, þollur liarrtré (Völuspá

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.