Samtíðin - 01.11.1943, Síða 16

Samtíðin - 01.11.1943, Síða 16
14 SAMTlÐIN ANDRE MAUROIS: Listin að vinna [Lesendur eru beðnir að afsaka, hve lengi hefur dregizt vegna rúmleysis að birta framhald þessa merka greinaflokks. Ritstj.]. Framh. Á ER auðvitað til listin að kenna. Hún er örðug viðfangs og krefst langrar reynslu. Vér sönn- um það, þegar vér förum að segja börnum vorum til sjálf. Faðir hefur sjaldan lag á að kenna börnum sín- um. Annað livort heldur hann, að liann viti allt, en rekur sig á, að þekk- ing bans nær skammt, eða hann veit sitt af hverju, en útskýrir illa, eða hann er of strangur og óþolinmóður, af því að honum leiðist að kenna, eða hann er meinlaus um, skör fram, af því að honum þykir svo vænt um hörnin sín. Vér verðum að læra kennsluaðferðirnar af atvinnukenn- urum, sem hefur auðnazt að gera starf sitt að list. Kennsla er ólmgsandi án aga. Nem- andinn verður fyrst að læra að vinna. Þjálfun viljans verður að vera und- anfari þjálfunar námshæfileikanna, og því er það, að kennsla í heima- húsum er aldrei sérlega lieppileg. Þar eru afsalcanirnar teknar um of til greina. Barnið hefur höfuðverk, það hefur sofið illa, það þarf að fara í hað. 1 skólum er engin undanláts- semi; það er þeirra kostur. Ég hef álit á heimavistarskólum. Þeir hafa að visu nokkra slæma ókosti. Stund- um eru þeir gróðrarstíur siðspill- ingar, og þar er ávallt talsverður strangleiki, en þeir skapa menn. Starfsreglur þeirra gera það að verk- um, að dreögirnir verða sjálfir að taka sér stöðu í hópi félaga sinna. Heima fyrir er allt lagt upp í hend- urnar á þeim, og það gerir þeim lífið of fyrirhafnarlítið. Ef nauðsyn krefur og foreldrarnir eru skynsam- ir, er nægilegt að senda börnin í dagskóla til 15 eða 16 ára aldurs. Fyrir drengi á aldrinum 17—20 ára er frjálsræði í stórborg beinlínis stórhættulegt .... Byrjunarkennsla er mikilsverð- ust. Foreldrum hættir við að gera of lítið úr gildi hennar. „Drengur- inn minn lcann ekki að læra; hann er of ungur“, segja þeir. En höfuð- atriðið er, að fá atriði séu kennd vel til þess að byrja með. Staðgóð kunnátta í lestri, skrift og reikningi er geysimikilsverð. Meiri hluti fólks kann ekki þessi undirstöðuatriði. Margir lesa illa og með erfiðismun- um. Þeir skilja ekki strax, hvaða hug- myndir felast í orðunum. .. . Það er hetra að kenna fá atriði vel heldur en mörg illa, og of hröð yfirferð í námi er vita gagnslaus .. . ER HÆGT að kalla Iestur starf? Valéry Larbaud kallar hann „löst, sem ekki er refsað fyrir“. Descartes kallar hann hins vegar „sam,tal við heztu menn fyrri alda“. Báðir hafa á réttu að standa. Lestur verður löstur, ef menn stunda hann með sams konar áfergju

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.