Samtíðin - 01.11.1943, Qupperneq 19

Samtíðin - 01.11.1943, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN 17 JÖRGEN FRÁ HÚSUM: Kvittað fyrir kveðju Ég þakka kveðju, senda yfir sæinn ineð sól og yl. Ó, hve þá birti heim við litla bæinn um bala og gil. Ég minnist þín, er sólin höfuð hneigir við himintjöld. Ég minnist þín, er blómið krónu beygir um blíðust kvöld. Er vetrarsólin vefur geisla bjarta um vatna byggð, þá legg ég blóm þín ljúfust mér við hjarta ög ljæ þeim tryggð. Bókmenntagetraun Samtíðarinnar Hvaða skáld hafa ort eftirfarandi Ijóðlínur, og úr livaða kvæSum þeirra eru þær? — Svöriu eru á hls. 29. 1. Mér er orSiS stirt um stef og stílvopn laust í höndum, 2. Hann lieyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir harnsins andardrátt, 3. Stormarnir hvína, stráin sölna stórvaxin alda rís á sæ, 4. Ófrýnn leikur alltaf gránar. 5. Drýpur af stráum, og döggvot er grund. Þeir örfáu áskrifendur í Reykjavík og Hafnarfirði, sem enn eiga ógreitt árgjald sitt fyrir Samtíðina í ár, eru vinsamlega beðnir að greiða það strax, annaðhvort í bréfi til Samtíðarinnar, Pósthólf 75, eða á ein- hvern þeirra þriggja staða, sem nefndir eru á bls. 32 hér í ritinu. Gjalddagi var í febrúar. Stríð og friður eflir Tolstoy er um þessar mundir geysimikið lesin í Englandi. Sakir pappírsskorts hefur hún verið ófáan- leg þar um tveggja ára skeið. Fyrir nokkrum vikum kom hún út að nýju í liinu fræga og ódýra ritsafni „Every- man’s Lihrary“. Var hún þar í tveim bindum og var prentuð i 50.000 ein- lökum. Þrem dögum eftir að hún kom á markaðinn, var hvert einasta eintak, er komið liafði i bókaverzl- anir í London, selt! Munið verðlaunasamkeppni Samtíðarinnar um beztu smásögurnar. Sögurnar verða að vera komnar í hendur rit- stjóra fyrir næstu áramót. Um sam- keppnina vísast að öðru leyti til grein- argerðar í 7. hefti þ. á., bls. 19. Nýtízku listmáldri, sem h\afði máilað landslagsmynd í „impres- síónistiskum“ stíl, spurði vin sinn, Iwað hann héldi, að rétt væri að kalla myndina. Vinurinn svaraði: — Ég mundi kalla hana héimilið, því að enginn staður er henni líkur. Sumir rithöfundar eru frægir fyr- ir bækur, sem þeir lxafa skrifað, en aðrir fyrir bækur, sem þeir hefðu ekki átt að skrifa. Munið Eikarbúðina Skólavörðustíg 10, Rvík. Sími 1944, Pósthólf 843.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.