Samtíðin - 01.11.1943, Qupperneq 21

Samtíðin - 01.11.1943, Qupperneq 21
SAMTlÐIN 19 Tímar liðu. Að vísu áttu Watussi- menn í nokkrum erjum og útistöð- um, m. a. er þeir brutu Batwa-dverg- ana til hlýðni við sig, er þeir gerðust verndarar Bahutu-manna gegn her- skáum nágrannaþjóðflokkum og loks, er til óeirða dró hjá þeim sjálf- um vegna innbyrðis valdastreitu. En þegar öllu var á botninn hvolft, rikti fullkominn friður og ró í landinu, og þjóðflokkarnir þrír lifðu þar saman í ágætu samlyndi. Meðan mikill hluti mannkynsins háði sífelldar styrjaldir og átti i margvíslegum, erjum, lifðu Watussi- menn óumhreytanlegu lífi í friði og spekt og fetuðu að öllu leyti dyggi- lega í spor feðra sinna og hlýddu lög- um þeirra og venjum i hvivetna. Enda þótt Watussi-menn hafi fjöl- kvæni, er fjarri þvi, að þeir liti á konur sínar sem vinnudýr, eins og títt er um Afrikumenn. Watussi- konurnar eru mjög fagrar og yndis- legar, og þótt undarlegt megi virðast, eru þær ekki stærri en Evrópukonur yfirleitt. Þær eru elskaðar og dáðar af eiginmönnum sínum og sannkall- aðar drottningar innan vébanda heimilanna. Öll stjórn innanstokks er falin forsjá þeirra, og í þjónustu sinni hafa þær fjölda Bahutu-kvenna og Batwa-amhátta. Eiginmennirnir liugsa hins vegar um hjarðir sinar og iðka íþróttir. Enda þótt þeir unni hjörðunum, eru iþróttir þeim þó enn þá hjartfólgnari. í aflraunum munu þeir eiga fáa sina lika, sakir vaxtar og afls, og í hástökki eru þeir heims- meistarar. Ungir Watussi-menn iðka daglega íþróttir undir umsjá feðra sinna, og æðsta markmið þeirra i Lesið ddZVÍ rý7dolfs fffíílets eftir Konrad Heiden, mest umræddu hók siðastliðins sumars. Enn er hún fáanleg. hjá hóksala yðar, og verðið er mjög lágt. VÉLSMÍÐI ELDSMÍÐI MÁLMSTEYPA SKIPA- OG VÉLAVIÐGERÐIR

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.