Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 22
20 SAMTÍÐIN lífinu er, að þeir verði einn góðan veðurdag aðnjótandi þess heiðurs að mega sýna afrek sín í augsýn kon- ungs þeirra. T~\ AG NOKKURN, er ég heimsótti X-r. Rudahigwa, konung Watussi- maniia, beiddist ég þess að mega horfa á eina íþróttasýninguna við hirðina. Að sýningunni lokinni lét ég í ljós undrun mína og aðdáun. Ég tók upp málband mitt og mældi, hve hátt íþróttamennirnir höfðu stokkið, og ég undraðist, er ég sá, að hæð stökksins nam nákvæmlega 8 fetum. Mér var orðið mjög hlýtt til hins unga konungs, og ég dáðist innilega að. gáfum hans, hugrekki og hug- kvæmni. En hin frábæra hæverska hans og hinar virðulegu og iburðar- miklu umgengnivenjur vörnuðu mér þess að skynja hinar sönnu tilfinning- ar hans gagnvart mér og ganga úr skugga um, hvort hann liti á mig sem erlendan farandsvein, er hann vildi sýna kurteist viðmót eða hvort hann væri mér jafn vinveittur og ég var honum. Ég varð því glaður, er hann bauð mér til hátíðahalds, sem hann hélt mér og félögum mínum. Raunar vissi ég ekki fyrr en seinna, að þarna biði mín ef tirminnilegri við- höfn en ég hefi nokkurn tíma fyrr eða síðar augum litið. Við komum árla morguns til hirð- arinnar. Fjallaloftið var tært og heil- næmt. Torgið fyrir framan konungs- höllina var alþakið skrautbúnum ~vlj|faissi-hafðingjum og fylgdarliði þerrra/^5^' Rudahigwa konungur, senr kom til móts við" okkur i snjó- Daníe! Þorsteinsson & Co. n.f. Skipasmíði — Dráttarbraut við Bakkastíg, Reykjavík Símar: 2879 og 4779 Útgerðarmenn! Dýrtíðin verður yður ekki eins tií- finnanleg, ef bér skiptið við oss. — Erum allvel birgir af efni. Þjóðfræg vörumerki Tip Top-þvottaduft Mána-stangasápa Paloma — óviðjafnanleg handsápa.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.