Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 23
SAMTlÐIN 21 hvítri skykkju meö háa, óvenjulega kórónu, er huldi andlit hans bak við slæðu úr hangandi perlum, var eins og vera frá annarlegu tímabili. Þegar hátiðin hófst, fylltist torgið af sterkum litum og villimannlegum, en undurfögrum, háttbundnum hreyfingum, er höfðu svo töfrandi og sefjandi áhrif á okkur Evrópu- mennina, að við gleymdum stað og stund. Grannvaxnar hirðdansmeyjar, sem voru að mestu naktar og eir- litar á hörund, liðu framhjá í löng- um röðum með þeirri djörfung, reisn og stílfestu, sem sönnum snillingum er eðlileg. — Batwa-dvergar, örstutt- ir og gildvaxnir, sungu og dönsuðu með afkáralegu látbragði og kækj- um, er minnti á óhugnan frumskóg- anna við miðbaug jarðar. — Stæltir og tröllslegir Watussi-hermenn stukku yfir torgið undir dunandi tón- um hljómsveitarinnar og voru í aug- um okkar eins og fullkomlega nýir menn, villtar, eldlegar hetjur, ger- ólíkar öllu því mannkyni, sem við áður þekktum. í tröllslegri nekt sinni og hrikaleik tókst þeim til hlítar að varðveita hina fullkonmu austur- lenzku ró i svip og fasi. Skyndileg þögn —¦ og fram geyst- ust 50 smávaxnir skjaldsveinar, er tónuðu þessi orð: — Fyrir konung minn er ég reiðubúinn til að deyja! Og að lokum, eftir nokkurra klukku- stunda látlausar hátíðasýningar viku hermenn, dvergar og dansmeyjar af torginu fyrir hetjum dagsins, trumbuslögurunum. Það var undir það, að slætti þeirra var lokið, sem Rudahigwa konungur birti mér full- kominn vott hollustu sinnar og vin- MUNIÐ: -élagsprentsmiBjan "'lJngólfsstrðB-tí ¦ "'¦¦".'.'/ FilLLKOMNASTA og VANDVIRKASTA PRENTSMIÐJA : LANDSíNS Sími: 1640 Önnumst húsa- og skiparaflagnir, setjum upp vindrafstöðvar fyrir sveitabæi og útvegum allt efni til þeirra. Sjáum um teikningar af stærri og smærri rafveitum. w*?>**J? V-J t^c? ¦»»*,*.****«€ tH^) «APT*hlAVER7.H>. & VIMMUSTOPA LAIÓAVRO 4« -.|-'l Mh6

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.