Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 28
26 SAMTÍÐIN Skopsögur Úr syrpu HANS KLAUFA JJAVÍÐ BÓNDI á Arribjargarlæk í Borgarfirði er mjög orðhepp- inn og á það til, ef svo ber undir, að vera dálítið stríðinn. Eitt sinn, er liann var með „Laxfossi" á leið frá Reykjavík til Borgarness, heyrði hann á tal nokkurra manna, þar á meðal Norðlendinga, er töluðu mik- ið um óhagstæða tíð og harðindi fyrir Norðurlandi. Hlustaði Davíð á tal þeirra um stund, en gat loks ekki stillt sig um að segja: — Ekki vorkenni ég þessum Norð- lendingum, ég held, að þeir ættu að geta lifað á montinu, þó ekki væri nema svona þriggja vikna tíma. T£AUPMAÐUR EINN á Austur- landi átti örðugt með svefn fyrri part nætur og svaf þess vegna nokkuð fram eftir. Hann hafði nokkur liænsni sér til húhætis, þar á meðal hana, sem fann upp á þeim ósið að byrja að gala fyrir allar ald- ir og vekja með því sjnn svefn- slygga eiganda. Eftir fáeinar and- vökunætnr sá eigandi lianans sér ekki annan kost vænni en að taka hann og höggva. Nokkrir gárungar í þorpinu, sem vissu um aftökuna og ástæðuna fyrir henni, tóku sig til og fóru sneinma á fætur næsta morgun og göluðu eins og hani fyrir utan glugga kaupmannsins. Hann vakn- aði við vondan draum, hljóp, fram úr rúminu og hrópaði: — Galar hann enn og var drep- inn í gær. Lýsissamlag íslenzkra botnvörpunga Shnar: 3616, 3428 Símn.: Lýsissamlag Reykjavík. • Stærsta og fullkomnasta kaldhreinsunarstöð á íslandi. • Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmönnum og kaupfélögum fyrsta flokks kaldhreinsað með- alalýsi, sem er framleitt við bin allra beztu skilyrði. Vér framleíðum eftirtaldan varning: Allar almennar tegundir af gulum olíufatnaði. Svartar olíukápur á f ullorðna og unglinga. Gummíkáp- ur á fullorðna og unglinga. Vinnu- vettlinga, tvær tegundir með blárri og rauðri fit. — Rykfrakkar úr Ullar-Gaberdine og Poplinefnum á konur og karla. Varan er fyllilega samkeppnisfær við annan hliðstæðan varning á ísl. markaði, hvað verð og gæði snertir. Sjóklæðagerð Islands h.f. Símar 4085 & 2063

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.