Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.11.1943, Blaðsíða 30
28 SAMTÍÐIN um ástæðuna og fengu eftirfarandi svar: — Henni sinnaðist við mig, gömlu konunni. Fagurt ungt fólk er til orðið af einskærri tilviljun. En falleg gamal- menni eru sköpuð af list. — M. B. Greenbie. Heimurinn er fullar af viljugu fólki. Sumir eru viljugir til vinnu, aðrir vilja láta annað fólk vinna fyr- ir sig. — X. K ÝR VIRÐAST láta sig tilveruna litlu máli skipta. Ég hef oft hugleitt, hvort þær muni hafa nokkurt gaman af lífinu. Þegar þú mætir þeim, skin þunglyndið út úr þeim, og það litur ekki út fyrir, að þær eigi sér nein áhugamál. Aftur á móti eru gæsir mér hin mesta ráðgáta. Um daginn var ég að horfa á gæsahóp, sem labbaði í hala- rófu eftir trjágöngum nokkrum und- ir forustu stórs hvíts gæsasteggs. Allt í einu nam, hann staðár, og sam- stundis gerði allur hópurinn slíkt hið sama. Steggurinn snéri sér því næst snöggt við, reisti hausinn og ávarpaði flokk sinn með háu gargi í rúmar 5 mínútur. Á meðan stóðu hinar gæsirnar grafkyrrar og stein- þögðu. Er steggurinn hafði lokið máli sínu, stungu hinar gæsirnar saman nefjum, tvær og tvær, og virtust rökræða mál hans af mikl- um ákafa. En því næst hélt stegg- urinn göngu sinni áfram og allur skarinn á eftir honum. C. H. Middleton í Radio Times. Vinnuskilyrðin tryggja yður ^ÍJÓÍa og- g.óða vínnu^ Þau eru bezt í rafmagnsfaginu á Vesturgötu 3 Bræöurnir Ormsson Höfum bezt úrval af hvers konar fáanlegum blómum Einnig blóma- og matjurtafræ og smekklegar leirvörur (keramik) • GARÐASTR.2 SÍMI I899 \ I

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.