Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 7
#%Pt! I i Desember 1943. Nr. 98 10. árg., 10. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. EG VEIT EKKI, hvort okkur íslending- i um er það nægilega ljóst, að göngu- ferðir eru einhver heppilegasta heilsu- vernd, sem hugsazt getur. Með bílunum kom hraðinn fyrst til sögunnar. í sam- göngumálum okkar. En okkur hefur orðið það á, að misbrúka bílana að verulegu leyti. Bílaumferðin á götum Reykjavíkur nær oft og einatt ekki nokkurri átt, mið- að við það, að aukin hreyfing er einmitt það, sem íbúa höfuðstaðarins vanhagar einna mest um. Menn bíða oft og einatt í 5—10 mínútur eftir strætisvagni til þess að geta ekið í honum leið, sem þeim væri í lófa lagið að ganga á 5—10 mínútum! Slíkt makræði er blátt áfram ógeðslegt. Kyrrsetufólk íslenzkra bæja hefur enn ekki komið auga á, hve unaðslegt, hollt og oft lærdómsríkt það er að fara gönguferðir, langar eða stuttar eftir ástæðum. Líklega finnst mönnum þetta of hversdagslegt og ef til vill ekki nógu mikið í ætt við íþrótta- starfsemi. Skíðaferðirnar, sem urðu hér tízka fyrir nokkrum árum og eiga von- andi fyrir sér að heilla bæjaæsku landsins enn um nokkurt skeið, höfðu á sér nægilegt íþróttasnið til þess, að þær lokkuðu fólkið upp í blátært fjallaloftið og það oft og einatt í rigningu og fullkomnu snjóleysi! En vonandi verður þess skammt að bíða, að merni bindist samtöíuim — tveir eða fleiri — og myndi með sér göngufélög. Þá þarf engan snjó, og allt er miklu hægara viðfangs en í sambandi við skíðaferðirnar. Þá munu hefjasc gönguferðir um hina dá- samlegu Heiðmörk, sem próf. Sigurður Nordal hefur líklega fyrstur manna lagt undir fót sér til hressingar og sálubótar, en hann mun einn af mestu göngugörp- Reykjavíkur og hefur lengi iðkað gön-'i'. farir, er mjög gætu verið öðrum til eftir- breytni. í ameríska tímaritinu Hygiea, sem flyt- ur heilsufræðilegt efni, var því nýlega l3'st, hve göngur væru mönnum hollar og bráðnauðsynlegar. Þar stóð m. a.: „Auk þess, sem daglegar göngufarir styrkja líkamann, veita þær ótrúlega mikla and- Iega hressingu. Ef mönnum hættir við að vera þunglyndir að morgni dags, mun ganga þyrla öllu hugarvíli á braut. Slík hreyfing veitir þér styrk til að sigrast á angurseminni, og þú öðlast kjark og þor. Ef þú hefur ekki iðkað göngur fyrr, er rétt að byrja í smáum stíl, ganga svo sem eina mílu í fyrstu. En brátt geta menn hæglega gengið 4—5 mílur hvíldarlaust." — Höfundur þessarar greinar, E. A. Con- klin að nafni, telur borgarbúum nauðsyn- legt að ganga sér til heilsubótar á hverjum morgni. Hann vill láta menn verja til þess einni klukkustund í senn og fullyrðir, að sá tími verði mönnum brátt endurgreiddur í aukinni heilbrigði og meiri afköstum við störf þeirra. — „Ef þú getur ekki gengið eina klst. á morgnana, skaltu ganga kl. 4—5 síðdegis, eða þegar þú hættir störf- um á skrifstofunni, í verksmiðjunni o. s. frv. Það er nauðsynlegí, að þú gangir á sama tíma fyrst í stað og myndir þér lífs- venju, þangað til þessi hreyfing er orðin þér slík lífsnauðsyn, að hún er runnin þér í merg og blóð, og þú getur alls ekki án hennar verið", segir Conklin. og hann bætir við: „Á gönsuferðum úti í guðs- grænni náttúrunni ber margt dásamlegt fyrir augun, sem við höfum aldrei fyrr veitt athygli. Þar munu áhyggjur borgar- lífsins hverfa eins og dögg fyrir sólu." NÆSTA hefti Samtíðarinnar kemur 1. febr. 1944, og byriar ritið þá ann- an áratuginn. Fjöldi mjög tímabærra greina, smásagna o. fl. bíður næstu hefta.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.