Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 8
SAMTlÐIN VIÐHORF DAGSINS X Frá sjónarmiði sendiherra Eftir F. le SAGE de FONTENAY dr. phil. sendlherra Dana s Dr. de Fontenay ENDfflERR- AR hafa ver- ið starfandi eins lengi og skipu- lögð ríki hafa verið til. Kon- ungar fýrstu menningarríkja höfðu sendiherra til að semja sín á milli um landamæri og vöruskipti, eða til þess að flytja milli sín bréf og gjafir, skrautgripd og fagrar konur. Á tímum fornríkjanna, Rabyloníu, Assyríu og Egyptalands var babý- lónska mál milliríkjaviðskiptanna i allri Vestur-Asíu, eins og latína og franska varð seinna. Það varð snemma siður, að sendi- herrar voru friðhelgir og nutu sér- stakra réttinda. í Grikklandi var það trú manna, að sendiherrar stæðu und- ir vernd goðanna. Spartverjar vörp- uðu einu sinni sendiherra Persa of- an í brunn, og var það álitin hin mesta móðgun við öll lög goða og manna. Sú venja, að ríki hefðu föst sendi- ráð í öðrum ríkjum, byrjaði í borg- ríkjum Italíu seint á miðöldum, fyrst hjá Feneyjabúum, þegar á 13. öld. En það var ekki fyrr en á 16. öld, að venjan varð almenn í öðrum Ev- rópulöndum og á Norðurlöndum ekki fyrr en á 17. öld, á tímum Þrjá- tíu-ára-stríðsins. 1 upphafi var staða þessara föstu sendiherra mjög erfið, því að menn hneigðust að því að líta á þá sem hættulega njósnara. Starfssvið sendisveita hefur breytzt mjög eftir þvi, sem tímar líða. Á ein- veldistímabilinu var litið á sendiherra sem persónulega fulltrúa konunga og hirða. Aðalmarkmið þeirra átti að vera það, að njósna um leyndar- mál hirðanna, veikleika þeirra, ósk- ir og áhugamál, herstyrk þeirra og áætlanir, einkum viðvíkjandi land- vinningum og samningum við önn- ur riki. öllum brögðum mátti beita til að ná takmarkinu: mútum, bréfa- stuldi, lognum fréttum, tyllitillögum og uppgerðarsamningum — í stuttu máli, alls k'onar ráðum, sem minna á aðferðir þær, sem einræðisrikin hafa leyft sér upp á siðkastið. Þá f engu sendiherrar á sig það óorð, sem siðan hefur loðað við þá í ýmsra á- liti, að þeir væru fláráðir, það væri þeirra lífsregla: að „fagurt skal mæla, en flátt hyggja", og væri þeim því í engu treystandi. STARFSSVH) SENDIHERRA nú- tímans eru orðin mjög víðtæk. Stjórnmálin eru vitanlega enn þá eitt aðalviðfangsefni þeirra. En sam- hliða þeim hafa smám saman hlað- izt að þeim margvísleg önnur störf. Þeim má skipta í tvennt: persónuleg -t.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.