Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 9
SAMTlÐIN mál, sem varða öll hugsanleg fyr- irbrigði viðvíkjandi lífi einstaklinga, þjóða þeirra erlendis og svo alls kon- ar milliríkjamál, verzlunar- og fjár- hagsmál. Sendiherrar ættu að geta sagt: „nil humani a me alienum". Fjöldi fólks leitar til sendiherranna til þess að fá leiðbeiningar og ráð. Mikill tími sendiherra fer í það, að vera ráðgjafi landa sinna, þegar þeir eru i einhverjum vanda staddir. I þessu þarf sendiherra að geta sett sig inn i mörg sjónarmið af skynsemi, góðvild og mannúð. Til þess að geta gegnt vel starfi sfinu gagnvart dvalarlandinu, þarf sendiherra að hafa skynsamJegan skilning á staðháttum þess, menningu og lifsvenjum. Hann þarf að þekkja land og þjóð út i æsar, náttúru lands- ins og atvinnu fólksins, mál og hugs- unarhátt. Verkefni sendiherrans eru því i þessum greinum næstum þvi ó- þrotleg, að ekki sé sagt alveg óvinn- andi. Sendiherra er fyrst og fremst full- trúi stjórnar sinnar og þjóðhöfð- ingja, túlkur lands síns og þjónn hagsmuna þess. Bernhöft, fyrrum sendiherra Dana i París, lýsti þessu vel einu sinni, þegar hann var spurð- ur um afstöðu sína í suðurjózku mál- unum, um það leyti, þegar Versala- samningarnir voru á döfinni: „Skoð- un mín er á leiðinni." Jafnframt þessu verkefni, að fræða menn i dvalarlandi sínu um heima- land sitt, á sendiherra að fræða sína eigin stjórn um skoðanir og ástand i dvalarlandinu. Þennig getur sendi- herra oft verið milli tveggja elda. Hann þarf að bera fram skoðun sinn- ar stjórnar í dvalarlandinu og skýra frá þvi heim til sín, hvernig litið er á eða tekið undir þessar skoðanir eða athafnir stjórnar hans. Sendiherra þarf því oft að miðla málum. Hann þarf að geta horft á málin frá báð- um hliðum með velvild og lipurð, og hann þarf að reyna að skilja báða að- ilja og finna milliveg i ágreinings- málum. Þetta nær þó aðeins að vissu marki. Þegar um er að ræða líf snauð- syn lands hans og heiður þess, kemur að því, að honum ber að standa f ast- ur og ósveigjanlegur og segja: hing- að og ekki lengra, og víkja livergi. Sendisveitarstörf nútímans hafa oft verið gagnrýnd, einkum eft- ir 1914. Gagnrýinin beindist eank- um gegn alls kbnar launung milli- rikjamálanna. Sumir héldu því einn- ig fram, að sendiherrar á gamla vísu og störf þeirra væru orðin ónauðsyn- leg, þar sem flest milliríkjavi%kipti væru viðskipta- og fjármál og bæri því að leggja mesta áherzlu á það, að ala upp ræðismenn til þeirra starfa. Hvorugt er þetta rétt. Sendi- herrunum verður ekki gefin sök á því, sem aflaga fór i samningum fyr- ir heimsstyrjöldina, því að þeir voru aðeins fulltrúar og verkfæri þeirrar stjórnmálastefnu, sem heima fyrir var ráðandi hjá stjórnum þeirra. Það hefur einnig sýnt sig, að því fer f jarri, að sendiherrar á gamla og góða visu séu orðnir óþarfir. Reynslan hefur sýnt það, að sendiherrar með forrétt- indum sínum og friðhelgi hafa í krafti stöðu sinnar oft verið þeir einu, sem af verulegu afli hafa getað verndað hagsmuni lands sins. Fjöldi þeirra verkefna, sem sendi- H.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.