Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 10
SAMTlÐJN herrar þurfa nú að fást við, er orð- inn svo mikill, að oft er nauðsynlegt að senda sérfræðinga eða nefndir þeim til aðstoðar, eða til þess að f jalla um sérstaka málaflokka. Þetta rýrir á engan hátt gildi þeirra starfa, sem sendisveitirnar vinna, og .hefur þetta tíðkazt lengi um sum mál, svo sem ýmis mál, er varða flókin viðskipti og verkfræði, t. d. póst- og símamál og heilbrigðismál. Stundum koma ut- anrikisráðherrarnir sjálfir saman, eins og t. d. á Múnchenráðstefnunni 1938 og nú siðast á þriveldaráðstefn- unni i Moskva. Það yrði langt mál að telja upp einstök viðfangsefni scndiherra. Ég hefi sagt hér stuttlega frá starfssviði þeirra í heild og helztu almennu sjónarmiðum. Um störf mín sérstak- lega, sem danskur sendiherra hér á landi, skal ég ekki fjölyrða. Ég hefi auðvitað haft hér margs konar störf- um að gegna fyrir landa mína, er hér dveljast, og meðal þeirra. Ég hefi að sjálfsögðu oft haft tækifæri til þess að skýra fyrir íslenzkum stjórnarvöldum, eða í erindum og hlaðagreinum fyrir alþjóð, ýmis dönsk mál og sjónarmið Dana, m. a. oft nú eftir hernámið. Ég hefi einn- ig reynt eftir megni að kynnast land- inu hér á mörgum ferðalögum um byggðir og óbyggðir og viljað kynn- ast tungu og bókmenntum. Ég hefi haft mikla ánægju af þessum kynn- um mínum við land og þjóð, og mér befur verið gleðiefni að því að finna aukinn skilning manna liér á ýms- um málum Dana og sívaxandi samúð í garð þeirra. GÍSLI H. ERLENDSSON : Minning Er fellur húm úr fjarskans æð og felur dagsins eld, er ljómar yfir stund og stað hið stjörnubjarta kveld, úr borgarreyk ég beini ferð um bjartra fanna slóð og vermi hverja kalda kennd við kærra minja glóð. Ég hugsa um þig, er hjúpar fold hið hreina mjallarlín. í mynd þess alls, sem mér er kært, skín, móðir, ástin þín. — Og hugsun mín skal helgast öll af himindjúpsins þrótt, svo allt, sem ég get eignað þér verði' eins og heiðrík nótt. Á helgri stund ég hljóður krýp við hálofts friðarbrunn, og stjörnblys, sem stíga fram af stilltri geimsins unn, ég sé um himinsala hvolf með svifljós blá og græn. — Á mildri nótt við mánans lind ég mæti þinni bæn. Ég veit, þó dvíni dagsins glys, þó djúpin verði svört, í megindýrð um mína sál skín móðurástin björt. IJó hverfi allt, sem hjartað snart og hljóðni' í tímans gný, hún lýsir yfir dauðans djúp sem dögun, björt og hlý. Svo glæst er nú mín gleði sem hið gliti ofna hjarn. Og um mig geimsins vængur vefst sem vöggulín um barn. Mér birtist sérhvert fannafræ svo frítt sem vaxin björk. Það lykur eilífð himinheið um hugans endimörk.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.