Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 11
SAMTIÐIN ÆVAR R. KVARAN FRÁ LEIKSVIÐINU 6 Þegar ég lék fyrsta hlutverk mitt Ævar R. Kvaran Herra ritstjóri, ÞEGAR TEK- IÐ er tiUit til þess, hve skammt er liðið, síðan ég fór að fást við leiklist, virðist það ekki eiga að vera miklum vandkvæðum bundið fyrir mdg, að rifja upp eitthvað af endurminn- ingum mínum, frá því að ég kom fram í fyrsta sinn sem leikari. Mér er þess vegna ljúft að gera tilraun til þess að verða við bón þinni. — Mér finnst ég eiga um tvær leiðir að velja til að svara spurningu þinni. Annaðhvort að lýsa því, er ég í fyrsta sinni sté á leiksvið í skólaleik í Menntaskólanum, eða þegar ég lék fyrsta hlutverk mitt hjá Leikfélaginu. Þar eð ég i síðara tilfellinu kom í fyrsta sinn fram sem raunverulegt leikaraefni, valdi ég að lýsa þvi, i þeirri trú, að þú myndir sjálfur hafa kosið það heldur. T-^AÐ VAR veturinn 1939 i hlut- Jr-'verki Storms aðstoðarprests í „Skírn, sem segir sex", eftir Oscar Braaten. Þetta var stórt hlutverk, erfitt og vanþakklátt, en umfram allt verðugt verkefni til að spreyta sig á. Leikstjórinn, Indriði Waage, sagði mér, að hann hefði upphaflega ætl- að sér að leika hlutverkið sjálfur, og varð það ekki til að draga úr kvíða mínum. Þótti mörgum þetta furðu- lega djarft tiltæki, að setja byrjanda i svo stórt og vandasamt hlutverk, og ekki skal því neitað, að ég var einn þeirra sjálfur. — Er mér úr þessum leik sérstaklega minnisstæður Brynj- ólfur Jóhanneson í hlutverki Even- sens kirkjuþjóns, sem í leikritinu var eftirlætisgoð höfundarins og túlkaði samúð hans með breyzkleika og smá- syndum verksmiðjuverkalýðsins. Var það aðalverkefni Evensens gamla, að rífa niður hleypidóma og bókstafstrú aðstoðarprestsins með brandararegni sínu. Brynjólfur var svo sprenghlægilegur í þessum karli, að ég svitnaði á æfingunum af á- reynslunni við að halda niðri í mér hlátrinum. Svo kom frumsýningin. Ég var hræðilega taugaóstyrkur. Lýsti það sér einkum í þrálátum geispum, sem ásóttu mig án afláts. Ég hélt, að kjálk- arnir ætluðu úr liði! Þennan tauga- óstyrk hefi ég aldrei losnað við, og hef ég orðið var við, að flestir eldri leikarar okkar eiga líka við sama böl að stríða, þótt ekki lýsi það sér hjá þeim öllum á þennan hátt. Það er i rauninni mjög erfitt að rifja upp fyrir sér tilfinningar sínar á stundum eins og þessum, því að það er eins og allt sé gleymt og um garð gengið, áður en maður veit af.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.