Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 12
SAMTlÐIN* Þó minnist ég þess, að ég hugsaði til þess með skelfingu, meðan ég beið þess, að fyrsta markorðið félli, hvort ég mundi halda þessum bölvuðum geispum áfram, ef tir að ég væri kom- inn inn á leiksviðið! Ef til vill myndi ég bara standa og geispa framan í áhorfendurna, án þess að segja eitt einasta orð! Ég sá i huganum hina leikarana standa eins og þrumu lostna og bíða eftir setningum mín- um, en fá bara geispa i staðinn! Og hundruð manna þarna frammi í myrkrinu glolta við lönn: Það er dá- laglegt leikaraefni að tarna! .Iá, og þó að svona færi nú ekki, þá gat ég kannske gleymt, hvað ég átti að segja! Vel á minnzt. Mimdi ég annars nokk- uð af setningunum mínum? Að vísu hafði ég kunnað á æfingunum, en sat noklcuð eftir af því núna? — Slikar hugsanir og hundrað aðrar ásóttu mig, þangað til ég heyri allt í einu markorðið. Leikurinn liefst. Nú er Eysteinn Brandsson úr Mörk í „LénharS- ur fógeti" eftir Einar H. Kvaran. enginn tími lengur til heilabrota. Nú er að duga eða drepast! Geisparnir eru gleymdir. Óstyrkurinn i röddinni hverfur smám saman. Setningarnar renna fram, hver á sínum stað, eins og ósjálfráður straumur. Óvætturin frammi i myrkrinu er horfin úr hug- auum; hún er ekki lengur til! Hvert atriðið rekur annað. Tíminn liður, án þess að maður taki eftir því. Og svo allt í einu — þátturinn er búinn — tjaldið. Kaldur veruleikinn tekur aftur við. Ég tek nú fyrst eftir því, að ég er kófsveittur. Mér finnst ég vera að kafna úr hita. Með óstyrkiim höndum tek ég í tjaldið og gægist i gegnum eitt gatið. Jú, auðvitað er liún þarna enn þá, óvætturin — hinn slrangi dómari — áhorfendurnir. Það er ekki um að villast, þættinum Lárenz í „Dansinn í Hruna" eftir Indriða Einarsson. I

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.