Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 13
SAMTIÐIN 9 Eiríkur frá Ilegg (lil hægri) ásamt Hjörleifi Hjörleifssyni (Knúti Gæsling) í „Veizlan á Sólhaugum“ eftir H. Ibsen. er lokið — 1. þætti — og hann hefur gengið stórslysalaust. Guði sé lof! Ég get ekki stillt niig um að minn- ast hér smá-atviks, sem lcom fyrir mig í þessu leikriti. Mig minnir, að það hafi verið í siðasta sinn, sem það var leikið. Það var i síðasta þætti, að ég — aðstoðarpresturinn — hinn strangi dómari — hafði kallað fyrir mig sökudólgana: verk'smiðjustúlku, sem hafði eignazt barn utan hjóna- hands, og sjómann nokkurn, sem hafði hjálp'að henni til þess. Voru allar persónur leikritsins þarna sam- an komnar til að hlusta á hina ægi- legu áminningaræðu mína. Hófust nú skammirnar og gekk ágætlega fyrst framan af. En þegar ég er urn það hil hálfnaður, losnar kerti úr ljósa- krónu, sem hékk' heint fyrir ofan mig og datt viðvörunarlaust beint of- an á hausinn á mér! Áhorfendur ráku upp ákaft fagnaðaróp. Ja, sá átti nú fyrir þvi! Þetta kom eins og áminn- ing af himnum ofan fyrir bölvaða þröngsýnina! — Leikararnir stóðu í iinapp fyrir framan mig. Þeir öft- uslu beygðu sig niður eins og þeir liefðu misst eitthvað. Ég var ekki í miklum vafa um, hvað að þeim gengi! Ef hægt er að hlæja með aug- unum, þá gerðu þeir það, sem fremst- ir stóðu. Virtist engu muna, að sumir fengju ekki stillt sig. Eitt andartak livarflaði að mér að slá á lærið og hlæja fyrir alvöru, þvi að hláturinn sauð og vall niðri i mér, en þá var lík'a úti um kúnstina! Annar kostur- inn var sá, að byrsta sig nú um allan helming, til að halda niðri hlátrin- um og láta nú skammirnar dynja! — Ég valdi siðari kostinn. Allt gerðist þetta á minna en augnabliki, en mér fannst það heil eilifð!

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.