Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 15
SAMTlÐIN 11 113. saga Samtíðarinnar JÓN AÐILS: Minning um I. desember MENNIRNIR í húsgrunninum vinna kappsamlega. Það er norðannepja og dálítið frost. Hann hefur gengið á með éljum um morg- uninn, en undir hádegið rofar dálítið til og sér til sólar. Á einum stað í grunninum eru tveir menn að bisa við að losa stóran stein. Annar þeirra, Sverrir Jónsson, knálegur unglingur, ber járnkarlinum sleitulaust af kappi í freðna jörðina, en hinn, Tani gamli, lotið, svipdauft gamalmenni, með kræklóttar vinnuhendur, sem öðru fremur í útliti hans draga að sér at- hygli ókunnugra, pjakkar liægt en seiglulega með haka. Þrátl fyrir nepjuna og éljaganginn er Sverrir i góðu skapi. Það er 1. desember og frí eftir hádegi. En það er ekki einungis fríið, sem gleður hann. Fyrstu kynni hans af sjálf- stæðismálunum ciu bundin við 1. desember, er liann sem strákhnokki stalst niður í bæ, horfði hugfanginn á liópgöngu stúdenta og þrammaði að lokum á eftir fylkingunni, eftir taktföstum hornablæstri. Siðan stendur 1. desember fyrir hugskots- sjónum lians sem hátíðisdagur, og eftir því, sem árin færast yfir liann, fær dagurinn dýpri merkingu sem tákn sjálfstæðisbaráttunnar. Sam- bandalagssarnningarnir eru honum lítt þekkt plagg, og lagabókstafurinn dautt form, en blaktandi fánar og hvellur hornahljómur dagsins vekja hjá honum óljósa sigurgleði og sam- img með öllu því, sem íslenzkt er. Og að baki hvers höggs með járnkarlin- um brann viljinn til að gera eitthyað, sama hvað það væri, ef það einungis ætti eitthvað skylt við baráttuna, sem skapaði 1. desember. Hann snéri sér að Tana: „Ætlar þú ekki að gleðjast með glöðum í dag, Tani minn?" spurði hann brosandi. „Ha? Hvað? Hvers vegna ætti ég sérslaklega að gleðjast i dag?" — Tani rétti dálítið úr sér og leit sljóg- um, spyrjandi augum á Sverri. „Nú, það er 1. desember, fullveldisdagur- inn. Frí eftir hádegi," anzaði Sverrir óþolinmóður. — „Já, einmitt. Frí." —Andartak var sem skíma færðist yfir augu Tana, en hún fjaraði svo smám saman út. Honum var 1. des- ember að eins hálfur vinnudagur tap- aður, þegar lítið var um vinnu. Svo færðist tómleikinn aftur yfir andlitið, og hann tók til að pjakka með hak- anum á ný. Líf Tana gamla var ofur fábrotið. Hugsanir hans snérust fyrst og fremst um vinnu og peninga. Og til að öðlast þetta hvort tveggja hafði Tani gamli tamið sér það, að hafa sömu skoðanir og þeir, sem hann tal- aði við i hvert skipti. Ef til vill hafði Tani gamli einhvern tíma haft sínar sérstæðu skoðanir, skoðanir, sem fæddar voru í hans eigin hugsana- heimi, en ef svo var, þá var svo langt

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.