Samtíðin - 01.12.1943, Qupperneq 16

Samtíðin - 01.12.1943, Qupperneq 16
12 SAMTÍÐIN um liðið, að hann mundi það ekki lengur sjálfur. Ef til vill hafði ein- hvern tíma hugsunin um eitthvað annað snortið sál hans meir en liugs- unin um peninga, en ef svo var, var sú hugsun afmáð í lífsbaráttu áranna. VEÐRIÐ HÉLZT svipað, er kom fram yfir hádegið. Hann gekk á með éljum og þrátt fvrir hátiðahöld- in, sem fram áttu að fara, var aðeins strjálingur af fólki á götunum. Sverr- ir hraðaði sér niður í bæinn. Hann ætlaði að minnsta kosti að hlýða á ræðuna, sem flytja átti af svölum Alþingishússins, og taka þátt í húrra- hrópunum fyrir sjálfstæði landsins. Það var lians skerfur til hátíðahald- anna. ^ Fámennir hóp'ar höfðu þegar safn- azt saman á götunni fyrir framan Alþingishúsið, og á Austurvelli, sem tók að láta á sjá af traðki hundraða fóta. Sverrir tók sér stöðu í skjóli við einn hópinn og beið átekta. Hér var fámennt og furðu litill hátíða- hragur. Hér virtist engin þjóðhátíð á ferð. Var þá almenningur svona kærulaus fyrir þessum minningar- degi? Eða brann eldur þjóðernistil- finningarinnar ekki heitar en svo í brjóstum manna, að hann þyldi ekki nepju vetrardagsins? Eða hafði þjóð - ina skort forystu til að sameinast þennan dag til að minnast og fagna? Sverrir leit vonsvikinn í kringum sig. Voru þetta allir þeir í liöfuðstaðn- um, sem fögnuðu sjálfstæðinu? Alll í einu komst hreyfing á mannþjæp- inguna. Allir horfðu vestur Kirkju- strætið. Að eyrum Sverris bárust lág- ir ómar af taktföstum hornablæstri. „Þeir eru að koma! Stúdentarnir eru að koma!“ heyrðist víða kallað. Hornahljómimnn hækkaði stöðugt og færðist nær, og loks birtist homa- flokkurinn og fánaberar stúdenta í fylkingarbrjósti og stefndu í áttina til Alþingishússins. Stúdentar tóku sér nú stöðu fyrir framan Alþingishúsið, en mannfjöld- inn þjappaði sér saman kringum þá. Nú átti aðalatriðið á dagskránni að hefjast, ræða, flutt af svölum Alþing- ishússins. Ræðumaðurinn var vel þekktur stjórnmálamaður, þingmað- ur um langt skeið og framarlega í sínum flokki. Flokkur hans hafði líka launað honum að verðleikum. Hann var forstjóri ríkisstofnunar og rak auk þess blómlegt einkafyrirtæki; sumár sögðu reyndar, að fyrirtælcið ætti framtíð sina einungis undir póli- tískum völdum hans. En hvað um það. Hann talaði á opinherum fund- um svo fagurlega um réttindi alþýð- unnar og gæði þau, sem henni hæri, að það var ekki nema von, að hann vildi hagnast dálítið líka, en reyndar urðu menn nokkuð langeygir eftir umbótunum. Sem snjall málaflækjumaður átti hanri auðvitað sæti í mörgum nefnd- um, því að auðvitað varð flokkurinn að hafa fulltrúa i nefndunum, sem tryggði honum áhrif og gengi, og fyrir nefndarstörfin fékk hinn vel- metni stjórnmálamaður dálitla auka- getu. Ræðumaður sté fram, á svalirnar. Hann var miðaldra, lágur og gild- vaxinn. Hann stóð nokkra stund og horfði yfir hópinn. Nokkrir menn klöppuðu honuni lof í lófa. Ræðu-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.