Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 17
SAMTIÐIN 13 maðurinn ræskti sig, svo að það urg- aði óþægilega i gjallarhorninu, sem flytja átti orð lians til fólksins. Loks tók hann til máls: „Kæru samland- ar!“ Röddin var óþjál og nöldursleg. Síðan tók ræðumaður að rifja upp nöfn og athurði úr sjálfstæðisharátt- unni. Honum varð tíðrætt um þá, sem lagt höfðu grundvöllinn að þeirri haráttu. Sverri hlýnaði um lijartaræl- urnar við að lieyra hin gamalkunnu nöfn. Það var eins og hann fyndi til nálægðar hrautryðjendanna á þessum minningardegi sjálfstæðisins. Og hann fann til ákafrar löngunar til að mega leggja sinn skerf til harátt- unnar, til að afreka, þótt ekki væii nema hrot af því, sem forvígismenn- irnir höfðu gcrt. —- Ræðumaðurinn liélt áfram og talaði af fjálgleik um ósérplægni og fórnfýsi hinna liðnu frumherja, og live lítil laun þeir hefðu Idolið í lifenda lífi fyrir störf sín. En hann sagðisl jafnframt vilja minna áheyrendur á það, að enn væru for- vigismenn sjálfstæðisins að herjast fyrir sjálfstæðinu af fórnfýsi og ó- sérplægni, engu síður en áður. Hann hrýndi raustina við þessi orð. Það fór khður um mannfjöldann. Nokkr- ir menn hlógu. Ræðumaður ræskti sig harkalega, svo að glumdi við í gjallarhorninu. Sverri liafði orðið ó- iiotalega við þennan hluta ræðunnar. Orðin komu yfir hann eins og níst- ingskalt él, eftir að hann i huganum liafði rifjað upp lijartfólgna athurði og nöfn úr sjálfstæðisharáttunni. Hverju hafði þessi maður áorkað i þeim málum? Hverju hafði liann fórnað? Og hversu mikinn skerf höfðu ótal margir aðrir af valda- mönnum þjóðarinnar lagt til þessar- ar haráttu? Höfðu ekki sumir að minnsta kosti unnið blátt áfram í gagnstæða átt? Sverrir fann til fyrir- litningar gagnvart þessum holduga, sérgóða manni, sem i öllu sínu opin- l)era starfi hafði fyrst og fremst hugs- að um að hagnazt. Hvar sýndi fórn- fýsi lians sig? Hvað hafði þjóðin á- unnið fyrir lians tilverknað? Andartak fannst Sverri liann sjá alvarleg, sakfellandi andlit allra þeirra, sem lagt höfðu skerf til liinn- ar liðnu haráttu og hlotið litla viður- icenningu og smærri laun, að baki hinum sællega ræðumanni. Nú gekk snjóél yfir, og ræðumaður tók sér dálitla málhvíld og fletli hlöðunum, sem ræðan var skrifuð á. Menn vöfðu yfirhöfnunum þéttar að sér og þrengdu sér hver upp að öðrum, til að fá sem hezt skjól. Þeir hiðu eftir framhaldi ræðunnar, meir af skyldurækni en áhuga. Nú hrýndi ræðumaður raustina. Að þessu sinni var það hvatning til fólksins. Hvatning til að leggja fram alla krafta í þágu ættjarðarinnar og fylgja forvígismönnunum fast eftir í sjálfstæðisharáttunni. — Sverrir fvlgdist ekki nema að litlu leyti með því, sem ræðumaður sagði. Hann var allan tímann að velta því fyrir sér, livaða erindi þessi maður ætti upp i ræðustólinn á slíkum degi. Hvað hann í raun og veru ætli skylt við þá haráttu, sem gat hlýjað mönnum um hjartaræturnar og fengið þá til að safnast sanian undir berum himni á kaldranalegum vetrardegi. Ræðu- maður endaði ræðu sina með því að eggja menn á að sýna fórnfýsi í

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.