Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 INGÓLFUR GÍSLASON LÆKNIR: A kvistinum Ingólfur Gíslason, fyrrv. héraðslæknir, gegndi um síldveiðitímann i fyrrasumar læknisstörfum á Raufarhöfn. Hann bregður i eftirfarandi grein upp fyrir lesendum vorum smámynd af stóriðju nýja tímans, sem haldiS hefur innreið sína i hið friðsæia norðlenzka sjávarþorp. Ritstj. EG SIT í litla kvistherberginu í „Prófastshúsinu“ á Raufarhöfn; það er júlímánuður 1942. Skrifhorð- ið er skólaborð, og snýr annar endi þess út að glugganum, sem veit mót suðri. Húsgögnin eru fremur fátæk- leg og flest fengin að láni hér og livar í þorpinu, því að tjaldað er til skamms tíma. Ég á aðeins að vera hér fáar vikur, meðan á síldveiðinni stendur. Ég sit við gluggann og horfi út. Sóhn gyllir höfnina og um- hverfið. Höfnin virðist vera kringlótt- ur stöðupollur, girtur grænum ás- um allt í kring. Einhvers stað- ar er þó rauf, þar sem skipin sigla út og inn. Þau sigla út úr þessum vist- lega og örugga griðastað heint í fang- ið á Norðuríshafsöldunum; þau faðmlög eru víst ekki alltaf mjúk, en rausnarlegur er Ægir, þegar vel ligg- ur á honum, það er auðséð á skipun- um, sem koma inn aftur eftir fáa klukkutíma, þungfær, með tvo báta í togi. Skipið er fullt af gjöfum Ægis, og svona tilsýndar virðist þilfarið allt hulið glitrandi silfri, en ég veit, að þetta er spikfeit, spriklandi hafsíld, sem fljótlega verður stóra átvaglinu þarna innantil í þorpinu að hráð. Það sveiflar nokkurs konar fílsrana út yfir skipið og sýgur í sig þennan skrautlega farm af mikilli græðgi á tveim til þrem klukkuslundum. Þá hoppar skútan út aftur léttileg og veiðibráð, með bátana sína eins og tvílembinga hlaupandi á eftir. iÚt og inn streyma skipin, og aldrei fær verksmiðjan nóg. Hún slær ekki slöku við að melta, og um hvíld er ekki að tala nótt né dag. Upp úr þaki hennar þyrlast tveir fyrirferðarmikl- ir strókar. Annar er svartur og svip- ljótur, það er auðsjáanlega reykur af voldugum kolaeldi, en liinn er hvítleitur og sakleysislegur, og álít ég það vera vatnsgufu, sem mun myndast við það, að síldarmjölið er þurrkað. Gufumekkir þessir fallast svo i faðma og svífa út í geiminn, en skrímslið heldur áfram að rífa í sig fæðuna og skila frá sér lýsi og mjöli, hvoru á sinn stað. Ég heyri óhljóðin í innýflunum og urgið í tönnunum, stunur og drunur, ýslcur og sog, eins og hundrað hílar væru að fara upp hratta hrekku — allir í fyrsta „gír“. Grænu ásarnir í kring haða sig í sól- sldninu og látast ekki taka eftir neinu, en bláu fjallahnjúkarnir í fjarska firrtast og fussa: Þessi kolareykur saurgar tæra andrúmsloftið þeirra, og þessi nýi hávaði er hvorki fugla- söngur né vindþytur, heldur einhver aðvífandi truflun, sem brýtur á þeim lög og raskar ró til alvarlegra liug-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.