Samtíðin - 01.12.1943, Side 22

Samtíðin - 01.12.1943, Side 22
18 SAMTÍÐIN munntóbaksmönnum, því að u er sagt miður opnum munni en o og skiljanlega hafa þeir, sem tuggðu, ekki mátt vera að því að opna hann, meira en þurfti fyrir u í rullunni. A hinn hóginn liafa hændur þeir, sem áttu þær ær, sem ekki var nýtandi af nema skinnið, liaft það til að skrifa á það og einliver fundið upp þá fyndni að kalla ærnar rollur engu síður en hlátt áfram skinn eða skjátur. Reykvíkingar hafa endurbætt mál danskra leikara og segja: Hann spil- ar stóra rullu, — þetta spilar enga rullu, — hún dettur út úr rull- unni. Það útleggst: Ilan spiller en stor Rolle, det spiller ingen Rolle, hun falder ud af Rollen. Þetta væri, lield ég, smekldegra svona: Hann spilar mikið tóbak, — þetta spillir (dönsku ,,spiller“) engri skepnu, — hún veltur út úr ldndinni. Spurt er, hvort meðlimur sé ekki góð íslenzka. Meðlimur er ekki til á kindum né kúm, og sé liann til á mönnum, er liann alls ekki neinn af þeim fjórum, sem allir geta séð. Þeg- ar „meðlimirnir dansa saman“, eins og stundum er tilkynnt í félögum, er orðalagið á þvi lítil íslenzka, en auð- lærð ill danska, fengin úr kansellístíl þýzldærðra emhættismanna (þýzku Mitglied), sem ræddu einnig um sveitarlimi eða fátækralimi (Fattig- lem). íslendingar tólcu það eftir yf- irstétt sinni. Sannast í þessu, að eftir höfðinu dansa limirnir. í stað orðsins meðlimur má jafn- an nota félagi, félagsmaður eða því um líkt. Hvað merkir orðið folla? — Ekki hef ég vitað, að það væri til, fyrr en nýlega. Tvær frúr voru að tala saman í vefnaðarvöruverzlun í Reykjavík og velja gluggatjaldaefni, en oft er í holti heyrandi nær. Önnur spyr: „Ætli þetta sé nógu breitt fyrir þrísettan glugga?“ Þá svarar hin, ung kona, húin þjóðhúningi íslenzkra kvenna: „Kannski það megi strekkja það. En það verða engar follur.“ Hin skildi elcki þessa íslenzku og hváði. „Það verða engar follur,“ endurtók sú i íslenzka þjóðbúningnum og lét sig ekki. Að strekkja er danska sögnin at strække, teygja, þenja. Folla á víst að vera danska orðið Fold, sem þýð- ir felling. En felling á við það, þegar efnið leggst tvöfalt, svo að reykvíkska slettan „folla“ er eldd einungis danska heldur ónákvæmni og vit- leysa. Hví ekki að segja á íslenzku: Getur verið, að liægt sé að teygja það. En það verða engar rylckingar? Það, sem er fáort og gagnort, þreyt- ir menn aldrei. Þess vegna er það jafnan kærkomið. — Gautier. Leiðsögumaður: „Þetta er stærsti foss hér á landi. Má ég biðja ykk- ur að þagna eitt andartak, svo að þið heyrið niðinn í honum. Sjúklingi einum var ráðlagt að neyta fisks. Skömmu seinna kom hann inn á gildaskála og bað um hákarl, hval eða gullfisk. Þegar ekk- ert af þessu fékkst, bað hann um tvöfaldan buffskammt og kallaði guð til vitnis um, að liann hefði fyrst beðið um fisk.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.