Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 24

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 24
20 SAMTlÐIN á, nafnið Chita, en það þýðir: „þessi þarna". Kaldan og hráslagalegan októher- dag lenti ég á „þessum þarna'". Lands- stjórinn tók á móti mér á flugvell- inum. Hann var um hálffertugt, lág- ur vexti og þurr á manninn. Hann hauð mig velkominn með venjulegri ræðu, þó kippti henni i kynið til rúss- neskrar embættismennsku; hún var mjög þurr og strembin. Á leiðinni frá flugvellinum tók hann að segja mér frá hinum geysilegu auðlindum lands síns. Ég spurði hann af hend- ingu: „Hve langt er héðan til Moskva?" Hann sagði, að þangað lægi 4000 mílna löng járnhraut. En ég lét í ljós undrun mína á því, að slíkar fjarlægðir skyldu vera innan véhanda einstaks ríkis milli aðseturs héraðsstjórna og höfuðhorgarinnar, sagði hann: „Slíkt er land vort, herra Willkie. Ég hélt, að yðar land væri svipað þessu. Þessi ummæli hans gefa til kynna, hvaða áhrif það hefur að fljúga yfir ómælissléttur Rússaveldis. Ég flaug endalausar klukkustundir þúsundir mílna yfir ökrum og að því er virtist endalausum merkurlöndum. Mig har yfir fjallgarða, víðáttumiklar há- sléttur og hókstaflega ótölulegan grúa þorpa. Allt er stórt og stórfeng- legt í Rússaveldi.*) Er ég kom til Kuihyshev, var mér sagt frá áformi um að reisa mikla stíflu í Volga til þess að framleiða rafmagn. | Heilan dag var ég að sigla um stíflusvæðið. 1 Moskva sá ég áætlanir vélfræðing- Geir Stefánsson & Co, h.f. Umboðs- og heildverzlun Austurstræti 1 Reykjavík Sími 1999. Vefn a ðar vörur Skófatnaður Um b úðapappír l *) Framtíðaráætlanir fólksins, sérstak- lega stjórngæðinganna, eru stórbrotnar. Höfum bezt úrval af hvers konar fáanlegum blómum Einnig blóma- og matjurtafræ og smekklegar leirvörur (keramik). v , (íflpÐÁSTIJ.2 SÍMI 1899 ,'íí*

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.