Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 27
SAMTlÐIN 23 «* ir hendur? Mun það eigi verða næsti ófriðarvaldur ? Mun það setja fram slíkar kröfur að ófriðarlokum, að ómögulegt mun reynast að tryggja Jangæjan frið í Evrópu? Mun það freista að soga fleiri lönd inn í hag- k'erfi sitt og þójðfélagslegt heim- spekikerfi? Hreinskilnislega sagt held ég, að enginn muni kunna svör við þessum spurningum. Ég efast jafnvel um, að Stalin geti svarað þeim. Þess her að minnast, að Stalin var meðal hinna fyrstu leiðtoga þjóðanna, er rufu Versalasamningana, sem unnu eins og krahhamein að tortímingu friðarins. Hver, sem talar við Stalin, kemst að raun um, að hann skilur, hvað olli því, að heimurinn komst á heljarþröm hagfræðilega og stjórn- málalega. Sérhverjum verður ljóst, að Stalin er algjör raunsæismaður, er vinnur næstum með áfergju að á- ætlunum um framfarir i Rússlandi. Auðvitað mun það vera hlægilegt af mér að skýra frá því, hvað Rússar hyggjast fyrir. En þetta veit ég um þá: Innan U. S. S. R. eru 200.000.000 þegna. Þeir ráða yfir stærsta sam- fellda ríld veraldarinnar. Þeir eiga i fórum sinum óþrjótandi gnægð af timbri, járni, kolum og olíu, sem í rauninni er óhagnýtt. Með fullkomnu heilbrigðiseftirliti hafa Rússar náð að verða meðhraustustu þjóðum jarð- arinnar, og þeir búa við lof tslag, sem eykur kraft og dug. Hin síðustu 20 ár hafa þeir náð með fræðslukerf- um sínum að gera flesta læsa og 10 af þúsundi faglærða. Frá hinum æðsta stjórnanda til hins umkomu- minnsta bónda eða verkamanns eru S m j ö r 1 í k i ð viðurkennda SIUFUR 1 .VTÍ; SKEIFAN Bónið fína er bæjarins bezta bón. Borðið Fisk og sparið I ISKIIÖI Ll\ Jón & Steingrímur Sími 1240 (3 Ifnur).)

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.