Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 12
8 SAMTIÐIN MERKIR SAMTÍÐARMENN Fr. J. Rafnar Síra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup er fæddur á Hrafnagili í Eyjafirði 14. febr. 1891. Foreldrar: Jónas prófastur Jónasson, þjóðkunnur fræðimaður og skáld, og Þórunn Stefánsdóttir, kona hans. — Friðrik fór 14 ára gamall úr foreldrahúsum til Leitli og vann þar á skrifstofu hjá G. Gíslason & Hay þar til sum- arið 1908. Þá hóf hann skólanám, varð stúdent árið 1912 og lauk embættisprófi í guðfræði við Háskóla íslands vorið 1915. Þann 1. júni 1916 vígðist hann lil Útskálaprestakalls og þjón- aði því, þar til honum var veitt Akureyrar- prestakall 1. des. 1927. Hann var vígður vígslu- biskup Hólastiftis 29. ágúst 1937, en hefur ver- ið prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi síðan 1. jan. 1941. Fjöldi trúnaðarstarfa hefur að sjálfsögðu hlaðizt á síra Friðrik, en ekki er rúm til að rekja slikt hér. — Sira Friðrik .1. Rafnar er glæsiinenni, frábærlega söngvinn maður og listelskur og hinn mesti ræðuskör- ungur. Er hann í röð glæsilegustu kennimanna lands vors og manna vinsælastur. Hann er kvæntur Ásdísi Guðlaugsdóttur, fyrrum bæjar- fógeta á Akureyri, Guðmundssonar, ágætri konu. í’að vakti mikla athygli hér á landi, er hin íieimsfræga Leningrad- sýmfonía rúss- n e s k a t ó n- skáldsins Shos- takovichs var lcikin i útvarp 'v- "''Hkip hér seint á s.l. ári. — Vér birt- um hér mynd af tónskáldinu. sem fullu nafni heitir Dmitri Shoslakovich og er fæddur í Leningrad 25. sept. 1906. i\Ieð- an Leningrad var umsetin af þýzkum her, starfaði Shostako- vich í slökkviliði borgarinnar. Samdi hann þá þetta milda tón- vcrk, cr á að túlka ástandið í HHH HHHH borginni og liina hetjulegu varn- Shostakovich arbaráttu borgarbúa. Fyrir sým- fóníu jiessa (7. symfóníu sína) hefur Shostakovich hlotið geysilegt lof. Hann hefur fengizt við tónsmíðar, síðan hann var 11 ára, en samdi fyrstu sýmfóníu sína 19 ára gamall, þá nemandi við tónlistarháskólann i Leningrad. Paul Robeson, liinn heimsfrægþamerikski negra- söngvari, er fæddur í Princeton í New Jersey í Bandaríkjunum árið 1898. Hann las lögfræði, en hin mikla bassarödd hans og leikhæfileik- ar urðu til þess, að hann gerðist söngvari og Robeson leikari. Kom fyrst fram á teiksvið í London 1925. Síðan hefur hann sungið í flestum böfuðborgum Evrópu og bvarvetna lilotið hið mesta lof. S.l. ár var Robeson ltjör- inn heiðursborgari Boston fyrir frábæran söng og leik í Othello eftir Shakespeare. Wendell WiIIkie, hinn heims- frægi, amerikski stjórnmála- maður, er 50 ára gamall. Hann er af þýzkum ættum, lögfræð- ingur að menntun. Hann varð heimskunnur, er hann var i kjöri af hálfu repúblikana móti Roosevelt við forsetakosning- arnar í Bandarikjunum 1940. Eftir að Bandaríkin drógust inn í stríðið, bauð Willkie Roosevelt aðstoð sína á vettvangi opin- berra mála. Ferðasaga Will- k i e s „O n e W o r 1 d“, frá för hans kring- um hnöttinn, er nýkomin út í íslenzkri þýð- ingu, og var hún sölumets- bók vestan hafs síðastliðið ár. Robert Donat, hinn vinsæli, enski kvikmyndaleikari, er fædd- ur i Manchester 18. marz 1905. Kom fyrst frarn á leiksvið i Birmingham árið 1921. Fór síðan til London og gerðist þar leikstjóri. Hóf 1932 að leika í kvikmyndum að áeggjan Alex- anders Korda. Donat lék árið 1934 hlutverk greifans af Monte Christo af frábærri snilld. Robert Donat

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.