Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 ELEANOR KITTREDGE: Um framtíð Evrópu LTVER MUN verða staða hins kom- ^ andi Evrópubúa í framtíðinni ? Mun hann einungis verða hið óvirka hráefni hins alvalda ríkis, eða mun hann verða sjálfráða einstaklingur athafna og samtaka, sem myndar Evrópu 20. aldarinnar og lætur hina órofa elfi tímans flytja framtíðinni arf aldanna óskertan? Lærdómsrikt er að leggja slíkar spurningar fyrir Edvard Benes, for- seta Tékkó-Slóvakíu, því að hann er fulltrúi þeirra manna, sem Evrópa þarfnast, ef hún á eigi ávallt að verða ginnkeypt fyrir tildurherrum, sem eru gjarnir á að lofa lýðnum framtíð gulls og grænna skóga. — Benes er ekki „mikilmenni“. For- saga hans er hin skrumlausa saga menntamannsins. Síðustu 30 árin hefur hann reynt að mennta æsk- una í Evrópu. „Ég óska lífrænnar þróunar frá hinu smæsta til hins stærsta, hæggengrar, ef það er nauð- svnlegt,“ sagði hann eitt sinn. Dr. Benes hefur mælt mörgu mis- jöfnu í stjórnmálaharáttu sinni. Sex mánuðum eftir fundinn í Miinchen sagði liann: „Hinni tékkó-slóvak- isku þjóð var hoðið að fórna land- svæði. Þjóð mín var neydd til að herjast ekki fyrir frelsi sínu, heill og sjálfstæði; með því átti hún að hjarga heiminum frá styrjöld. Smá- þjóðin átti að fórna sér fvrir heims- friðinn. Hún varð við áskoruninni og gerði það. Ég vissi þegar, áður en fundurinn var haldinn i Munchen, að til ófrið- ar mundi draga. Hitler megnar eigi að raska orsakalögmálum sögunn- ar. Ég' varð að hugsa eigi einungis sem liershöfðingi og forseti hinnar tékkó-slóvakisku þjóðar, heldur einnig um Mið-Evrópu og framtið Evrópu í heild. Áttum við að þrevta fang við ofureflið, eða áttum við að híða, þangað til rás viðburðanna hefði sannað, að Hitler færi með lýgi, er hann þóttist einungis vilja sameina Þjóðverja. Ég sá fram á ógæfuna. Ég átti að ákveða, hvort ég vildi vekja ófrið eða ekki. Er ég virti fyrir mér, hvernig umhorfs var í Bretlandi og Frakklandi, sá ég, að Tékkó-Slóvakia mundi, eins og sak- ir stóðu, verða álitin tundurdufl, sem lagt hefði verið á hina tæpu siglingaleið hins evrópska friðar, ætlað til þess að vekja byltingarólgu í Mið-Evrópu. Ég vissi, að sagt mundi verða: „Þessi Benes! Hann stevpir heiminum í slyrjöld sökum auðvirðilegs landskika. Þegar ákvörðunin skyldi tekin, sárhændu herforingjar mínir mig að láta eigi undan. Ég viðurkenndi, að þeir hefðu rétt til að skora á mig. Þeir mundu vera auðvirðilegir, ef þeir vildu eigi verja heill vora, en áhyrgð mín við framtíðina væri mikil. Fylling tímans væri enn eigi komin. Þeir hlýddu. Ég efaðist þá eigi um, hvað mér bæri að gera. Síð-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.