Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 þeirra. Getur þú sagt mér, hvar þeir hvila? — Því miður, anzaði litla stúlk- an. — Ég er nýkomin hingað, en frænka mín, sem ég er hjá, sýndi mér um daginn leiði konunnar, sem skildi eftir peninga, svo að liægt væri að kaupa fóður handa fuglun- um, þegar snjór væri og þeir gætu ekki tínt maðka. Það var svo fallega gert. Er nóg, að ég vísi yður á leið- ið hennar? Sagnfræðingurinn reikaði um blómlega hveitiakra. Hann var dá- lítið hugsi. Þvi næst vék liann sér að gömlum manni og spurði: — Eigið þér liér heima? — Já, ég hef nú alið allan ald- ur minn á þessum slóðum, anzaði öldungurinn. — Þá hljótið þér að þekkja leg- staði þeirra hershöfðingjanna A. og B. — Hvort ég þekki þá. — Gætuð þér fylgt mér þangað? — Já, það get ég. — Þeir voru miklir menn. — Það skal ég ekkert um segja. Eitthvað var hún móðir min nú að segja mér frá þeim, minnir mig. Leiðin þeirra eru skammt frá leið- ínu blessunarinnar hennar ungfrú Brown. Hún arfleiddi fuglana, það gerði hún. Það var nú kona, sem vert er um að tala. Nýi presturinn okkar er vanur að kaupa kókós- hnetur handa fuglunum, eða það gerði hann að minnsta kosti fyrir stríðið. Sagnfræðingurinn staldraði nú við i litlum veitingaskála. Tvibreið veitingakona i sirzkjól vagaði að horðinu til hans og spurði brosandi, hvað honum þóknaðist. — Ég er ókunnugur á þessuin slóðum, en hef mikinn áhuga á sagn- fræðilegum rannsóknum. — En hvað það hlýtur að vera „intressant“! sagði hún. — Ekki munduð þér nú víst geta frætt mig um tvö mikilmenni, þeir herforingjarnir A. og B., eru jarð- settir hér. Þeir voru báðir bornir og barnfæddir í þessari kirkjusókn. — Því miður er ég alveg ófróð um það — en hérna hvílir einstak- lega fræg og yndisleg kona, og fjöldi ferðamanna fer árlega að skoða leiðið hennar og leggja blóm á það. Ég lét teikna þessa litlu mynd af henni. Það er auðvitað hugmynd, en finnsl j'ður hún ekki yndisleg? Allir fuglar fj'lgja lienni til himna- rikis. Eg sel ósköpin öll al' þessum póstkortum, en ég hef orðið að setja þau upp i 50 aura, síðan stríðið skall á. Mér finnst, að það ætti að taka hana í dýrlingatölu, eins og liana Jeanne d’Arc og hann Sánkli Franz. Anna Brown hét hún, bless- unin sú arna. Sagnfræðingurinn fór að l'inna sóknarprestinn. Jú, jú, presturinn kunni mann- kynssöguna utan bókar og mundi nákvæmlega eftir öllum afrekum beggja þessara herforingja. Hann vissi líka upp á hár, hvar þeir voru grafnir og bauðst til að fylgja sagn- fræðingnum að legstöðum þeirra. — Fólkið hérna virðist hafa ótrú- lega lítinn áhuga fyrir sögu, mælti sagnfræðingurinn. Enginn hafði hugmynd um afrek þessara tveggja

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.