Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN að ráða gátuna, og ætla ég nú að sanna þetta með rökum. Orðið skrælingar, eins og Ari rit- aði það, er fleirtala af skrælingur, en fornt nafn á þurru skinni er skrá. Orðið skrælingur er myndað af orð- unum skrá og smækkunarending- unni ling með i-liljóðvarpi, og er því rétt myndað. Það virðisl vera meira í samræmi við málvenju að nota sterku orðmyndina skrælingur en þá veiku: skrælingi, sbr. orðin: kettlingur, vettlingur, unglingur, Ijúflingur o. s. frv. Allir þeir, sem eitthvað hafa les- ið íslenzka málfræði, vita, að það er algengt, að á breylist í æ með i- hljóðvarpi, en til þess að sýna, að til forna var ekki hikað við að mynda orð á þenna hátt, þótt þau væri ekki eins mjúk í munni og orð- ið skrælingur, þá ætla ég að taka eitt dæmi. Landnámabók bls. 182 (útg. Sig. Ivristjánssonar) segir: Herjólfr hét maðr, er nam land alt út til Hvals- skriðna; hans son var Vápni, er Væpnlingar eru frá komnir. Það getur ekki hjá því farið, að menn sjái það, að orðið* skrælingar er myndað eins og orðið væpnlingar. Orðið skrá, í merkingunni skinn, er naumast, að almenningur þekki nú á tímum, en nokkur orð eru al- geng, sem dregin eru af því; t. d.: skráþurr, skráveifa, skráfa og sagn- irnar að skrá og skrásetja, sem hafa i fyrstu þýtt að rita á skrá (þ. e. skinn) og það, sem húið var að rita eða skrásetja (likt og við köllum nú að skjalfesta) var kallað skráð. Af skrá er dregið orðið skræðci. Þá er næst að athuga, hvernig nafnið skrælingar á við þjóðflokk- inn. Þegar íslendingar og skræling- ar hittast fyrst, stara þeir undrandi Iivorir á aðra. Margt har þarna nýtt fyrir augu. íslendingarnir liöfðu víða farið og margt séð, en eitt liið undarlegasta hefur þeim ef til vill þótt að sjá þessa smávöxnu menn ganga al-skinnklædda, jafnvel í hrakandi þurrki og sólarhila. Föt þeirra liafa þá verið þurr og skorp- in. Var þá ekki eðlilegt, að íslend- ingunum dytti í hug að kenna þá við skrá, um leið og þeir gáfu til kynna hinn lága vöxt þeirra með endingunni ling(ur)? Við allt þetta má svo hæta því, að hátar þeirra voru úr skinnum. Enn fremur höfðu þeir enga vöru að hjóða nema skinn, en af þeim höfðu þeir mikið og margar tegundir. Þau voru vel verk- uð og þurr. Þar var því um úrvals skrá að ræða. Það er svo algengt að nefna eitt og annað eftir útliti, að varla þarf að eyða mörgum orðum að slíku; t. d. firði, fjöll og dali. En þessi regla nær einnig til nafngjafa á mannflokkum, þar sem eingöngu er tekið tillit til klæðnaðarins. Dæmi: Blástakkar, svarstakkar, herserkir, úlfheðnar, serkir. Og síðast en ekki sízt tel ég, að orðið skrælingar eigi heima í þessum nafnaflokki. Ég þykist nú liafa fært nægileg rök fvrir því, að hinir smávöxnu, skinnklæddu menn voru sannkall- aðir skrælingar, því að orðið skræl- ingar þýðir raunverulega ekkert annað en skinnamenn. Öílum þeim ritum, sem ég hef áð-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.