Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 liann hefur verið aðalfrömuður allra framkvæmda við byggingu Háskól- ans og „Garðs“. Atorka hans og ó- sérplægni er dæmafá, að hvaða slörf- um sem hann gengur. Siðasta ritið, sem hann hefur sent frá sér, er merki- leg ritgerð um frumtungu og frum- heimkynni Indogermana. í hók þess- ari setur hann fram skoðun sína á uppruna málanna og liins indoger- manska kynstofns. Hann rekur upp- runa fjölda íslenzkra orða og færir rök að því, að islenzk tunga sé að frumleilc merkust þeirra indóger- mönsku mála, sem enn eru töluð. Hér er um vísindarit að ræða, en ég veit, að það er mörgum fróðleiks- fúsum, íslenzkum alþýðumanninum kærkomið. Tungan er dýrmætasta eign fslendingsins. Giftudrýgst mun reynast til eflingar lienni að auka þekkingu manna á henni og uppruna hennar. Þetta rit her vott um vilja iiins óþreytandi eljumanns við að mennta þjóð sína og efla þekkingu hennar. „Icelandic poems and stories“ heitir hók, sem Richard Beck, pró- essor í Norður-Dakota, hefur gefið út. Þetta er vandlega valið safn af ljóðum og sögum 28 íslenzkra skálda í enskri þýðingu, og er gerð stutt grein fyrir höfundunum. Richard Beck liefur unnið merkilegt starf með því að leitast við að draga ís- lenzkar nútímbókmenntir fram í dagsljósið erlendis. Yið íslendingar gelum aðeins mætt öðrum þjóðum og staðið þeim nokkurn veginn jafnt að vígi á vettvangi andlegra iðkana, þar sem hlutirnir eru eigi mældir eftir magni, heldur eftir eðli og á- Framkvæmum: Bílaviðgerðir Bílasmurningu Seljum: Bílavarahluti Bílaolíur Loftþrýstiáhöld o. fl. Glugga Hurðir 0 S a 1 1 t t i 1 h ú s a. Magnús Jónsson Trésmiðja Vatnsstíg io, Reykjavík. Sími 3593. Pósthólf 102.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.