Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 um til hafnar, greitt þar vöruhúsa- gjald, útskipun í skip, margfaldur tryggingarkostnaöur og sex til sjö- falt farmgjald fyrir þaö norður undir heimskautsbaug, og þar greitt allt, sem á það fellur, þá kostar það meira en þrefalt lægra verð heldur en það smjör, sem framleitt er í Flóanum fáeina kílómetra frá liöfuðborginni! Er líklegt, að þessi framleiðslugrein verði fjárhagslegur lífgjafi þjóðar- innar, þegar útgerðin hefur stöðv- azt? Gagnvart útlöndum standa pen- ingar okkar betur nú lieldur en nokkru sinni áður, en ef gjaldeyrir- inn verður enn felldur í verði, þá er það ekki annarra sök en okkar sjálfra, en með gjaldeyrisfalli væri tapaður mikill hluti þess fjár, sem einstaklingar hafa grætt á stríðinu. En gengisfall er ekki lækning til frambúðar, heldur veiklunarmerki í fjármálastjórn landsins. Hvað getur bjargað hruni pening- anna? Alþjóðasamtök í gjaldeyrismál- um, þar sem tekið væri fram fyrir hendur okkar í peningamálum, eða þá liilt, sem virðist ósennilegt, að þjóðin og ráðamenn hennar bæti ráð sitt í tíma. íslenzka þjóðin verður aldrei sjálf- stæð, ef hún er örsnauð, og það fyrsta, sem hún þarf að læra, þegar hún hef- ur öðlazt fullan rétt til þess að ráða sér sjálf, er að læra að lifa. Rúmlega 200 greinar flytur Samtíðin yður árlega, auk 10 smásagna o. fl. fyrir aðeins 15 kr. HREIÐAR E. GEIRDAL: Við Geysi Við bíðum og hlustum — loks heyrum við dynki, um hópinn fer ánægjubros. En sjóðandi vatnið í bergsölum byltist, svo byrjar hið langþráða gos. Það telst um fimmtán faðma hið forna Geysis met. Nú andar hann dýpra, og hámarkið hækkar í hundrað og sjötíu fet. Með kvistum og sprotum og gildvöxnum greinum er gosið sem hrímþakin eik. En athygli gestanna tilbreytnin tekur og tengir í stórbrotnum leik. Frá landsins leynistigum sér lyftir táknræn mynd. Hún minnir á logandi elda hið innra, en ytra á klökugan tind. Bókmenntagetraun Samtíðarinnar Eftir hvaða persónum í Njálu eru þessar setningar hafðar? Svörin eru á bls. 29. 1. „Ærit fögr er mær sjá, ok munu margir þess gjalda.“ 2. „Vil ek eigi hafa flimtan hennar né fáryrði yfir mér.“ 3. „Kemst, þó at seint fari, liús- freyja.“ 4. „Eigi þarft þú at hta á, jáfnt er sem þér sýnist, af er fótrinn.“ 5. „Hefir hverr til síns ágætis nakkv- at ok skal þik þessa eigi lengi biðja.“ Gnoð og landi geri skil, geisa á andans fjöðrum. Það er vandi að vera til og velja handa öðrum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.