Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 Verðlaunasamkeppnin SAMTÍÐIN bauð lesendum sín- um, samkv. tilkynningu í 7. hefti 1943, að taka þátt í smásagna- samkeppni, og skyldu handrit sagn- anna komin til ritstjóra fyrir 1. jan. 1944. Alls bárust 17 smásögur frá 14 höfundum. Dómnefnd skipuðu auk ritstjóra þeir Karl ísfeld hlaða- maður og Björn Þorsteinsson stud. mag., er skrifað hefur um hækur í Samtíðina að undanförnu. Nefndin var sammála um, að ekki væri unnt að veita neinni þeirra sagna, er hárust, 1. eða 2. verðlaun, miðað við verulega snjallar, örstutt- ar sögur. Sumar sagnanna voru all- miklu lengri en áskilið hafði verið, og ýmsar þeirra voru fremur þættir en sögur. Nefndin ákvað hins vegar að veita 3. verðlaun (100 kr.) fyrir söguna: Forleikur, sem reyndist vera eftir Jón Óskar, Miðstræli 4 í Reykjavík, og birtist sú saga í þessu liefti. Enn hefur ekki verið ákveðið, hverjar samkeppnissögur aðrar Samtíðin kann að vilja hirta, en þeg- ar það hefur verið gert, munu þau handrit, sem ekki verða tekin til birt- ingar, send höfundum sínum. — Að endiugu þakkar Samtíðin svo þátt- tökuna í þessari fyrstu samkeppni sinni og vonast til að geta við tæki- færi efnt til svipaðrar keppni meðal lesenda sinna. Tizkufréttir: — Það verða litlar breytingar á buxnavösum karl- manna á þessu ári. GEORG KONUNGUR í Grikklandi hélt ríkisráðsfund, skömmu eftir að hann kom til Aþenu árið 1863. Til þess að veita skýringu á sérstöku máli, gekk hann að landa- hréfi, sem hékk á einum veggnum í salnum, og skildi á meðan úrið sitt eftir á horðinu. Skömmu seinna veitti hann því athygli, að úrið var horfið. Hann leit þá í kringum sig og mælti: — Vill sá, sem liefur tekið úrið mitt, gera svo vel og slcila því? Ráðherrarnir störðu steini lostnir á konunginn. En konungur trúði því ekki, að neinn þeirra hefði tekið úr- ið af ásettu ráði og sagði: — Jæja, herrar mínir, ég er nú ekki vanur svona spaugi, og mér þætti vænt um, að þið vilduð skila mér úrinu mínu. Enginn bærði á sér, og allir stein- þögðu. En konungur mælti: — Nú slekk ég ljósið og tel upp að 60. Ef ég finn úrið á borðinu að þvi loknu, læt ég mál þetta niður falla. f myrkrinu taldi hann upphátt og kveikti því næst ljósið á ný. En þá kom í ljós, að silfurblekbyttan hans var nú horfin af borðinu! Maður (sem var að aka bíl i fijrsta sinn): —- Talaðu ekki við mig, því að þarna kemur símastaur þjótandi á móti okkur. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGGINGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S Aðalumboð á íslandi Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 3569. Pósthólf 1013.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.