Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 berginu. ÞaÖ var nógu bjart til þess að greina rautt og blátt. „Heyrðu,“ sagði Anna Pálsdóttir, „komdu með til bennar frænku.“ Litlu siðar ganga þau eftir Hverf- ;sgötunni upp á Laugaveginn og þar inn í hús. Þau liringja bjöllunni. Frænka kemur til dyra. „Nei!“ hrópar hún upp yfir sig, „eruð þið ekki hér, svona seint á kveldi.“ „Ég ætla að tala soldið við þig,“ segir Anna Pálsdóltir. „Komið þið inn í blýjuna," segir frænka og ýtir þeim inn í lierbergið sitt. Þar var allt liið viðkunnanlegasta, mikið af fögrum húsgögnum og myndir á veggjum, teppi á gólfi. Frænka var samt ekki rík. Frænka var lífsreynd kona. Hún bafði einu sinni átt mann, en bann fór frá henni. Anna Pálsdóttir fór úr lcápunni og setti hana á stólbak. Á meðan sótti frænkan karamellur banda bróðurn- um, sem hafði komið sér fyrir i mjúkum bægindastól og geispaði þar. Fyrst þagði Anna Pálsdóttir. Síðan geldc hún raldeitt til frænku sinnar, liorfði beint í andlit hennar og lagði flatan lófann á brjóst hennar: „Frænka, ég þarf að segja þér nokk- uð. Ég ætla að læra að dansa.“ „Nú,“ sagði frænka hennar. Anna Pálsdóttir stóð grafkyrr og alvarleg: „Ég ætla að verða ballet- dansmær.“ „Ha?“ sagði frænka. Anna Pálsdóttir þagði. Þá var það, að frænka skellti upp úr, pínulítið. Síðan leit liún á andlit telpunnar og sagði: „Ileyrðu, Anna min, á ég að segja þér nokkuð?“ „Já,“ sagði telpan og leit því næst niður á fætur sér. „Tii þess að verða góð ballettdans- mær yrðir þú að fara í skóla undir eins, og það kostar mikla peninga. Svo er það voðalega erfitt. Frægustu ballettdansmeyjar beimsins voru þjálfaðar frá barnsaldri og urðu að púla í æfingmn daginn út og daginn inn, mörg, mörg ár.“ „Er það?“ sagði Anna Pálsdóttir, horfði á frænku sína og brosti lítið eitt, „er það?“ „Ég er viss um,“ sagði frænka, „að pabbi þinn gæti ekki borgað tiunda part af því, livað þá meir.“ Bróðir Önnu hafði ekki sofnað í liægindastólnum. Nú reiddist hann og sagði: „Anna liefur fallega fætm\“ „Já, já,“ sagði frænka, „Anna hef- ur fallega fætur, ágæta dansfætur, en Anna getur ekki lært að dansa, það kostar svo mikið og er líka svo voða erfitt.“ „Mig langar ekkert lil þess held- ur,“ sagði telpan, náði sér í kara- mellu og fór að tyggja. „Mér datt þetta bara í bug áðan, þegar ég sat heima.“ Litlu síðar kvöddu þau frænku sína og gengu út. Anna Pálsdóttir gekk við hlið bróður síns, og bann sagði: „Það er ekkert að marka, sem frænka segir, „hún er vitlaus.“ „Uss,“ sagði Anna Pálsdóttir, „heldurðu, að mér sé ekki sama, ég var bara að þessu að ganmi minu.“ í því gekk hermaður framlijá

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.