Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN þeim. Hann leit til Önnu og sagði eitthvað við liana. Anna Pálsdóttir nam staðar, leit á eftir hermanninum og sagði eitthvað við hann, sem hún hélt, að væri enska. „Vertu ekki að tala við hermann- inn,“ sagði hróðir liennar. Tunglskin glampaði á rauðu liári telpunnar. Hermaðurinn liafði stanz- að, skammt frá. „Nei,“ sagði Anna Pálsdóttir við hróður sinn, „við skulum fara heim.‘« Þau gengu áfram, hvort við hlið- ina á öðru og mæltu ekki orð, þangað til þau voru aftur í sama herherginu, þar sem Anna Pálsdóttir hafði setið með hönd undir kinn. Þá sagði telpan við bróður sinn: „Far þú bara að sofa, fyrst mamma og pahbi eru ekki komin heim.“ Því næst gekk hún að glugganum og leit út. Á götunni, hinum megin, stóð hermaðurinn. Heiðruðu áskrifendur!\ Árgjald Samtíðarinnar fyrir yfirstand- andi ár, 15 kr., féll í gjalddaga 1. febr. s.l. Reykvíkingar og þeir Hafnfirðingar, sem geta, eru vinsamlega beðnir að greiða ár- gjöld sín á þeim stöðum í Reykjavík, sem auglýstir eru á bls. 32 hér í heftinu. — Áskrifendur út um land eru beðnir að senda áskriftargjöld sín sem allra fyrst í peningum eða póstávísunum. Margar merkar greinar bíða næstu hefta. OFT HEFUR hlotizt mikill gaura- gang'ur út af vafasömum dóm- um um knattspyrnukeppni, linefa- leika o. s. frv., og hefur slíkt stund- um leitt til handalögmáls og jafnvel ærinna blóðsúhellinga. En aldrei i manna minnum hafa önnur eins ósköp lilotizt af slíkum deilum og á kappakstursmóti einu i Miklagarði árið 532. Leiddi sú deila til liarka- legrar viðureignar, sem stóð í nokkra daga, og að lienni lokinni lá veru- legur hluti horgariuar í rústum, en 30 þúsund borgarar liöfðu beðið bana. (Ur Irish News). EF SVO ber við, að blað fýkur af skrifborðinu þínu niður á gólf- ið, þegar þú situr við það, önnum kafinn við ritstörf, verður þér ósjálf- rátt litið upp. Hvers vegna? Vegna þess að við gefum jafnan gaum að því, sem hreyfist skyndilega í ná- vist okkar. Þetta gerum við sam- kvæmt skipun frá náttúrunnar hendi. í því felst í raun og veru sjálfsvörn, því að allar breytingar á umhverfi okkar geta falið i sér lifsháska. M. M. Robson. — Það er yndislegt að fá að vera í algerðu einrúmi, einkum þegar maðnr má hafa kærustuna hjá sér, sagði írskur hermaður á dögunum. Beztu kaupin gera allir í verzlun Guðjóns Jónssonar á Hverfisgötu 50 Sími 3414.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.