Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.03.1944, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum: Náttúruskoðun Steind. Steindórss. VÍ hefur löng- umverið hald- ið fram um ís- lendinga, að þeir væru fróSleiks- fúsir og hneigðir til hvers konar fræðiiðkana. Eigi verður því lieldur með rökum neit- að, að mikil og margvisleg fræði- störf hafa verið unnin liér á landi, hæði fyrr og síðar, og að drjúgan skerf til þeirra hafa lagt ólærðir menn, sem hafa varið tómstundum sínum til hóklegrar iðju. En eitt er athyglivert í þessu efni og það er val viðfangsefnanna. Þau eru harla fábreytt. Mestur hluti þeirra er um einhver söguleg efni, ættfræði, per- sónusögu, söfnun sagna og skáld- skapar o. s. frv. Nokkuð liefur og verið unnið að málfræðilegum efn- um. Það er að vísu ekki liending ein, sem ráðið hefur þessu vali vex-k- efna, heldur mun það eiga að nokkru lejdi í’ót sína að rekja til þess, að þarna er nærtækast viðfangsefni, sem oft var hægt að gera góð skil, án þess að fengin væri undirbún- ingsmenntun í þessum fræðigrein- um. Hins vegar hefur áhugi íslendinga litt beinzt að náttúrufræðilegum efnum, og það- er furðu fátt, sem skráð hefur verið um þau fræði af öðrum en þeim litla hópi manna, sem gert hafa náttúrufræðina að lífsstarfi sinu að einhverju verulegu leyti. Af þessu mætti draga þá á- lyktun, að íslendingar væru lítt imeigðir til skoðunar á náttúrunni og væru alltómlátir um þau náttúru- fyrirhrigði, sem gerast í kringum þá. Mun og sú skoðun liafa allmikið til síns máls, hvort sem hér er um að í’æða eðlisfar eða slíkt tómlæti er sprottið af vana einnm. Ekki er þó því um að kenna, að náttúra lands- ins sé svo fábreytt og litt girnileg til fróðleiks, að það valdi tómlæti manna. Fá lönd ern mex’kilegx-i að gei’ð en einmitt ísland. Þá getur það heldur ekki valdið, að vér ís- lendingar eigum minna undir því, að vita skil á náttúru lands vors en aðrar þjóðir. Frá fyrstu tímum liafa atvinnuvegir landsmanna átt allt sitt „undir sól og i’egni“, eins og skáldið segir. Kunnugt er það nú, að þekking á eðli og náttúru land- anna er einn trj'ggasti hornsteinn- inn undir því, að auðlindir þeirra vei’ði nýttar og liið eina, sem skap- að getur nokkurt örjrggi atvinnu- veganna. Meðan ekki er leitað að þekkingai’grundvelli fjTÍr atvinnu- rekslur landanna, er hann að miklu leyti í lausu lofti og sifelld hætta jTfirvofandi, að gæðum þeirra verði spillt með skaðlegri rányrkju. En þrátt fjTrir þetta tómlæti Is- lendinga um að kynnast náttúru landsins hefur landsmönnum lengi verið ferðanáttúra og ferðahugur i blóð borin. En fátt er það, sem hef-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.