Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 13
SAMTIÐIN 9 skaut móður eins og hjá sumum þeirra þjóða, er við hljótum fram- vegis að keppast við um verð á fram- leiðsluvörum. Þetta vitum við, og reynslan hefur sannað það. En hér kemur aftur á móti ýmislegt til, er jafnar hlutföllin að nokkuru. Má þar meðal annars benda á, að sumt af vörum þeim, sem liér eru framleidd- ar, standa sizt að baki sams konar vöru erlendis, ef jafnt væri búið að þeim, eða á þann veg, sem með þarf. — í þessu sambandi dettur mér i hug lítið atvik fx-á síðastliðnunx vetri. Stúlka, sem stundar framhaldsnám i hjúkrunarfræði vestur í Minnesota í Ameríku, skrifar á þessa leið í bréfi dags. í febrúar siðastl.: „Ég hoi-ðaði islenzkan saltfisk í dag. Þá vöru hef ég ekki séð hér áður, enda var fisk- urinn sendur langt að, af sjúklingi, sem hafði dvalið hér um tíma. En fiskinum fylgdi oi’ðsending til min á þá leið, að ef íslendingar vönduðu hetur til vöru þessarar og umhúða, mætti selja mikið af lienni og fyrir hátt vei’ð.“ Sé þessi dómur um sjávarafui’ðir, sem mikið hefur verið unnið að að laga og bæta í meðferð allri, nærri sanni, hvað mun þá mega segja um framleiðslu landbúnaðai’ins, sem boð- in er til sölu á erlendum markaði. Það hefur áreiðanlega of lítið vei-ið gert til að kynna þá vöru og rann- saka, hvaða meðferð í verkun myndi bezt henta í því sambandi, t. d. hraðfrysting á kjöti o. fl. o. fl. — Það verður svo fljótt sem unnt er að bæta úr þessu með þvi að senda beztu menn, sem völ er á, þangað, sem sala er líklegust, og kynna sér allt þetta. Slík rannsókn myndi að öllum lik- indum bera mikinn árangur, enda veitir ekki af. Framundan hlýtur að vera allliörð barátta einmitt á þessu sviði. En engu þarf að kvíða, ef vel er unnið. Urn leið og hér lýkur bollalegging- um um aukna ræktun, fjölgun býla og afurðasölu, þykir rétt að geta þess, að jafn sjálfsagt er hitt, að auka fjölhreytni á fi’amleiðslu á ýmsum sviðurn. I sveitinni ætti að geta þx’ó- azt meðal annars margs konar srríá- iðnaður engu siður en í kauptúnum, ýmist eingöngu eða til stuðnings öðr- um framleiðslugreinum. Með þeim hætti kynni einnig að vera stigið spor í þá átt í og með að létta einhverjum þunga af þeim, er við sjóinn húa. Bóndinn innir slarf sitt af hendi i kyrrð og friði Og það er táknrænt fyrir þá iðju að vekja líf, en deyða ekki, hvort heldur er með orðum eða athöfnum —• „láta tvö strá vaxa þar, sem áður óx eitt“. Og metnaðarsök er allmörgum úr þeim hópi, að úti- loka af heimilunum að sem mestu levti öll kaldyrði og keskni alla. Þeir vilja ekki ala „púkann á fjósbitan- um“ né í þrengri eða rýrnri salai’- kynnum. Hitt er svo annað mál, að halda á sínum hlut með einurð og festu. — Það verður því bóndanum ekki síður en öðrum þegnum þjóð- félagsins lítt skiljanlegur hlutur, hvers vegna slík sundrung og sjálfs- elska — svo að ekki séu við höfð sterkari orð — skuli rikja á þingi þjóðarinnar liina síðustu tíma. Þetta vekur meiri ugg og ótta hjá hverjum heilskyggnum manni en flest annað, enda eru ávextir þess illgresi, sem

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.