Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 17
SAMTIÐIN 13 hvoru í öllum útbúunum okkar. Það dettur stundum í aðalbankastjórann að taka svona rögg á sig. Þetta er ein- ungis formsatriði. Ég verð búinn að þessu eftir bálftíma.“ „Já, en það komast alls konar Gróusögur á gang, einkum í smábæ eins og bér,“ mælti Floriot og barm- aði sér. „Allir munu þvaðra um það, að ég bafi verið að aðhafast eitthvað rangt. Smánin, hugsið þér vður alla þá smán!“ „Enginn fær að vita neitt um þctta,“ anzaði endurskoðandinn dá- lítið afundinn. „Ekki nema þér farið að koma því á tal sjálfur. Jæja, get ég þá fengið að líta á bækurnar?“ ^VEIM DÖGUM seinna kom Pbilibert inn í skrifstofu aðal- bankastjórans og mælti: „Nú get ég frætt yður um heim- sókn endurskoðandans til Perpignan, lierra aðalbankastjóri. Allt er í beztu röð og reglu. Þar vantar ekki grænan eyri.“ „Golt. Eiginlega ætti maður aldrei að taka þessi bannselt nafnlausu bréf lil greina. Þakka yður fyrir, Phili- bert.“ Tæpum mánuði seinna kallaði að- albankastjórinn einkaritara sinn aft- ur á sinn fund. „Það er blátt áfram spaugilegt,“ mælti bann, stuttur í spuna, „en nú bef ég fengið annað nafnlaust bréf viðvikjandi útbúinu í Perpignan. Bréfritarinn segir, að bækurnar liafi ekki verið nægilega samvizkusamlega rannsalcaðar. Að því er virtist, tafði Floriol svo fyrir endurskoðandanum með alls lconar vafningum og gauragangi, að starfs- maður útbúsins, sem var samsekur lionum, bafði nægan tíma til að skila aftur peningunum, sem þeir höfðu stolið. Við liefðum sannarlega átt að taka málið fastari tökum.“ „Ætli við þurfum endilega að láta nýja rannsókn fara fram?“ spurði Philibert, dapur í bragði. Aðalbankastjórinn drap fingri á skrifborðið. „Mér leiðist að þurfa að gera það. En hvað, sem þvi líður, ber okkur skylda til þess vegna skjól- stæðinga okkar. Ef eiltbvað er liæft í þessu og fólk kemst seinna á snoð- ir um, að við liöfum verið aðvaraðir, verður úr þessu bannsett hneykslis- mál. Ég er liræddur um, að ekki sé um annað að ræða en að senda end- urskoðandann út af örkinni á ný. Og látið þér bann nú rannsaka allt rækilega í þetta sinn. Ég vil vita vissu mína um þetta í eitt skipti fvrir öll. Samdægurs fóru þrír reyndustu endurskoðendur bankans til Perpign- an. í þetta sinn tókst að koma Floriot algerlega á óvart. Einn af endurskoð- endunum bafði strangar gætur á bon- um, meðan binir tveir rannsökuðu bókbald hans gaumgæfilega. Rann- sóknin stóð yfir í rúmlega fjórar klukkustundir. En engan eyri vant- aði í sjóðinn, og bókhaldið reyndist vera i stakasta lagi. „Ég vildi bara, að allt væri i svona góðu lagi í öllum útbúum bankans,“ sagði aðalendurskoðandinn, um leið og bann kvaddi Floriot, sem var alveg ruglaður vegna þessarar óvæntu beimsóknar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.